„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 13:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. vísir/egill Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira