Forysta BSRB axlar ekki ábyrgð á eigin kjarasamningum Ellisif Tinna Víðisdóttir skrifar 29. apríl 2023 14:00 Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun