Bráðavandi blasi við heimilum landsins Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 10:14 Kröfugangan endar á Ingólfstorgi þar sem haldin verða ávörp. Þar fór einnig dagskrá fram árið 2019 þegar þessi mynd var tekin. Friðrik Þór Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira