40 þúsund dósir á dag hjá Dósaseli í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 21:03 Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels, sem hrósar vinnustaðnum og hún ætlar sér að vinna þar í mörg ár í viðbót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil og merkileg starfsemi fer fram í Dósaseli í Reykjanesbæ, sem er verndaður vinnustaður. Þar tekur starfsfólkið á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi en flokkunarvélar sjá um að umbúðirnar fari á rétta staði. Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+ Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+
Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira