Réttlæti og jöfnuður Atli Þór Þorvaldsson skrifar 2. maí 2023 07:30 Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun