Friðurinn úti hjá MÍR Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2023 07:00 Inngangur að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Stjórnarmenn segja að aðalfundurinn umdeildi hafi verið auglýstur á útidyrunum líkt og hefðbundið hafi verið. Hann hafi einnig verið auglýstur á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. Forsaga málsins er sú að aðalfundur MÍR ákvað að hætta þáverandi starfsemi sinni og færa allar eignir í nýjan menningarsjóð í júní í fyrra. Sala á um þrjú hundruð fermetra húsnæði félagsins við Hverfisgötu 105 myndaði stofnfé sjóðsins sem ætti að styrkja menningarstarf sem tengdist menningu og sögu Rússlands. MÍR var stofnað fyrir meira en sjötíu árum af menningarforkólfum sem voru hallir undir kommúnisma og sósíalisma eins og Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og Kristni E. Andréssyni. Þegar mest lét hafði félagið á annað þúsund félagsmanna og stóð fyrir öflugri starfsemi, þar á meðal reglulegum ferðum til Sovétríkjanna og ýmsum menningaratburðum. Lítil endurnýjun hefur þó orðið í félaginu og telja félagsmenn, sem margir hverjir eru teknir að reskjast, nú innan við hundrað. Einar Bragason, formaður stjórnar MÍR, sagði Vísi á dögunum að félagið hefði ekki bolmagn lengur til þess að reka húsnæðið að Hverfisgötu. Ekki væri ætlunin að leggja félagið niður heldur breyta formi þess. Kaupa ætti minna húsnæði undir bókasafn félagsins og ýmsa listmuni sem það á. „Leynilegur aðalfundur“ Ákvörðun aðalfundarins um að breyta rekstri félagsins hefur síðan dregið dilk á eftir sér. Þrír félagsmenn stefndu MÍR og stjórnarmönnum þess og krefjast þess að ákvarðanir fundarins um breyttan rekstur, afhendingu á eignum til menningarsjóðsins og sölu á húsnæðinu verði ógiltar. Mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars. Að stefnunni standa Ívar H. Jónsson, formaður MÍR til fjögurra áratuga og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, eiginkona hans, og Kjuregej Alexandra Argunova, listakona sem er upprunalega frá Jakútíu í Rússlandi. Ívar er 95 ára gamall en þær Rósa og Kjuregej eru á níræðisaldri. Þremenningarnir byggja kröfu sína á að aðalfundurinn hafi verið ólöglegur. Þeir halda því fram að engir félagsmenn hafi verið boðaðir til fundarins aðrir en stjórnarmennirnir. Því til stuðnings lögðu þeir fram skriflega yfirlýsingu Sigurjóns J. Egilssonar, eins sjö stjórnarmanna MÍR. Í henni fullyrðir Sigurjón að aðeins stjórnarmenn hafi mætt á aðalfundinn. Einar formaður hafi ákveðið að fréttir af fundinum ættu ekki að berast út til þess að félagsmenn sem hefðu lítt látið sig málefni félagsins varða mættu ekki á hann. „Var tilgangurinn sá að koma í veg fyrir að tillögur um niðurlagningu félagsins og sölu einu fasteignar þess hlytu gagnrýni félagsmanna og yrðu mögulega felldar,“ segir í yfirlýsingunni sem Sigurjón skrifaði undir. Stefnendurnir segja þetta sýna að stjórnarmenn MÍR hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að halda „leynilegan aðalfund“ og þannig brotið á réttindum þeirra að vera boðaðir á fundinn, að því er segir í stefnunni. Kjuregej Alexandra Argunova er ein þriggja félaga í MÍR sem krefjast þess að samþykktir aðalfundar í fyrra verði ógiltar.Ísland í dag Ákvörðun um að leggja félagið niður Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður stefnendanna, segir hóp félagsmanna ósáttan við ákvörðun aðalfundarins sem þeir telji ólöglegan. Þau Ívar, Rósa og Kjuregej hafi verið valin úr hópnum til þess að vera stefnendur í málinu. Auk þremenninganna skrifuðu fimm félagsmenn í MÍR undir bréf til stjórnarinnar þar sem þeir sögðu aðalfundinn ólöglegan og hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla. Lögmaðurinn segir alveg ljóst að ákvarðanir aðalfundarins feli það í sér í reynd að MÍR sé lagt niður. „Það er aðallega það að menn eru ósáttir við að þessi fundur var ekki auglýstur að neinu leyti fyrir félagsmönnum. Á því byggir í raun og veru stefnan, að þessi fundur hafi verið ólöglega boðaður,“ segir Hilmar. Mest auglýsti aðalfundurinn Þessu hafna stjórnarmenn MÍR alfarið. Boðað hafi verið til aðalfundarins með sama hætti og öll undanfarin ár. Auglýsing hafi hangið í glugga á inngangi húsnæðisins við Hverfisgötu auk þess sem fundurinn var auglýstur á vefsíðu félagsins. Árétting um fundartímann var auk þess birt sex dögum fyrir fundinn á Facebook-síðu MÍR. Einn stjórnarmannanna, Kristján Andrésson, fullyrðir við Vísi að aldrei í sögu félagsins hafi aðalfundur verið eins mikið auglýstur og þessi í fyrra. „Fundurinn var löglega boðaður, á sama hátt og alltaf hefur verið gert. Ef fólk fer aldrei inn á síðuna eða fylgist ekki með neinu þá er það bara þeirra vandamál,“ segir Einar, formaður stjórnarinnar sem fullyrðir að þau Ívar, Rósa og Kjuregej hafi engin afskipti haft af félaginu í seinni tíð. Auglýsing þar sem minnt var á aðalfund MÍR sem birtist á Facebook-síðu félagsins 20. júní í fyrra. Aðalfundurinn var haldinn sex dögum síðar.Skjáskot af Facebook-síðunni Mirmenningartengsl heimasida starfs Stefnendurnir þrír halda því fram í stefnu sinni að boða hefði átt félagsmenn á aðalfundinn með bréfi þrátt fyrir að lög félagsins kveði ekki sérstaklega á um hvernig skuli boða til aðalfundar. Annar stjórnarmaður, Sigurður Hergeir Einarsson, segir að hætt hafi verið verið að senda út bréf um aðalfundi MÍR á níunda áratugnum. Stjórnarmennirnir segja ennfremur rangt að þeir hafi verið einir á aðalfundinum afdrifaríka. Aðalfundurinn hafi verið svipað sóttur og undanfarin ár. Kristján segir að fimm til tíu félagsmenn hafi mætt á fundinn og Sigurður Hergeir áætlar að tólf til fimmtán manns hafi setið hann. Anna Eiríksdóttir, annar stjórnarmaður, staðhæfir einnig að óbreyttir félagsmenn hafi setið aðalfundinn. Einn stjórnarmannanna sjö, Gunnlaugur Einarsson, var ekki viðstaddur aðalfundinn. Hann segist hafa verið látinn vita af honum og að hann hafi verið samþykkur því sem þar var ákveðið. „Ég hugsa að það hafi verið svipað margir á þessum aðalfundi og hefur verið undanfarin ár. Hann er haldinn alltaf á tveggja ára fresti. Þátttakan í aðalfundum hefur verið afskaplega dræm. Það eru breyttir tíma og minnkandi áhugi,“ segir Einar formaður. Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. MÍR þýðir „friður“ eða „heimur“ á rússneski. Enginn friður ríki þó um starfsemi félagsins um þessar mundir.Vísir/Vilhelm Sagður hafa greitt atkvæði með breytingum þrátt fyrir yfirlýsingu sína Sigurjón, stjórnarmaðurinn sem skrifaði undir yfirlýsinguna um að aðalfundurinn hafi átt að vera leynilegur, vildi ekki ræða við Vísi um fundinn eða stefnuna. Hann sagðist hafa skrifað undir yfirlýsinguna hjá lögmanni hópsins en svaraði ekki hvort hann hefði skrifað hana. Fullyrt var í tilkynningu á vef MÍR að stjórnin hefði samþykkt breytingarnar samhljóða. Stjórnarmennirnir Sigurður Hergeir og Kristján segja að Sigurjón hafi greitt atkvæði með breytingunum sem voru samþykktar á aðalfundinum. Hugmyndir um að leggja niður fyrri starfsemi MÍR eru ekki nýjar af nálinni, að sögn stjórnarmannanna. Þeir benda á að til séu fundargerðir frá níunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar þar sem Ívar, þáverandi formaður og nú stefnandi, viðrar slíka tillögur. „Þessar hugmyndir um það að breyta þessu í menningarsjóð, þetta eru gamlar hugmyndir. Ég held að það séu til fundargerðir frá 1982 til 1986 þar sem stefnandi okkar Ívar Jónsson impraði á því að breyta félaginu í menningarsjóð. Ég skil ekki þessa menn,“ segir Sigurður Hergeir. Hilmar, lögmaður stefnendanna, segist ekki eiga von á að aðalmeðferð í málinu hefjist fyrr en í haust í fyrsta lagi. Félagasamtök Rússland Menning Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að aðalfundur MÍR ákvað að hætta þáverandi starfsemi sinni og færa allar eignir í nýjan menningarsjóð í júní í fyrra. Sala á um þrjú hundruð fermetra húsnæði félagsins við Hverfisgötu 105 myndaði stofnfé sjóðsins sem ætti að styrkja menningarstarf sem tengdist menningu og sögu Rússlands. MÍR var stofnað fyrir meira en sjötíu árum af menningarforkólfum sem voru hallir undir kommúnisma og sósíalisma eins og Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og Kristni E. Andréssyni. Þegar mest lét hafði félagið á annað þúsund félagsmanna og stóð fyrir öflugri starfsemi, þar á meðal reglulegum ferðum til Sovétríkjanna og ýmsum menningaratburðum. Lítil endurnýjun hefur þó orðið í félaginu og telja félagsmenn, sem margir hverjir eru teknir að reskjast, nú innan við hundrað. Einar Bragason, formaður stjórnar MÍR, sagði Vísi á dögunum að félagið hefði ekki bolmagn lengur til þess að reka húsnæðið að Hverfisgötu. Ekki væri ætlunin að leggja félagið niður heldur breyta formi þess. Kaupa ætti minna húsnæði undir bókasafn félagsins og ýmsa listmuni sem það á. „Leynilegur aðalfundur“ Ákvörðun aðalfundarins um að breyta rekstri félagsins hefur síðan dregið dilk á eftir sér. Þrír félagsmenn stefndu MÍR og stjórnarmönnum þess og krefjast þess að ákvarðanir fundarins um breyttan rekstur, afhendingu á eignum til menningarsjóðsins og sölu á húsnæðinu verði ógiltar. Mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars. Að stefnunni standa Ívar H. Jónsson, formaður MÍR til fjögurra áratuga og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, eiginkona hans, og Kjuregej Alexandra Argunova, listakona sem er upprunalega frá Jakútíu í Rússlandi. Ívar er 95 ára gamall en þær Rósa og Kjuregej eru á níræðisaldri. Þremenningarnir byggja kröfu sína á að aðalfundurinn hafi verið ólöglegur. Þeir halda því fram að engir félagsmenn hafi verið boðaðir til fundarins aðrir en stjórnarmennirnir. Því til stuðnings lögðu þeir fram skriflega yfirlýsingu Sigurjóns J. Egilssonar, eins sjö stjórnarmanna MÍR. Í henni fullyrðir Sigurjón að aðeins stjórnarmenn hafi mætt á aðalfundinn. Einar formaður hafi ákveðið að fréttir af fundinum ættu ekki að berast út til þess að félagsmenn sem hefðu lítt látið sig málefni félagsins varða mættu ekki á hann. „Var tilgangurinn sá að koma í veg fyrir að tillögur um niðurlagningu félagsins og sölu einu fasteignar þess hlytu gagnrýni félagsmanna og yrðu mögulega felldar,“ segir í yfirlýsingunni sem Sigurjón skrifaði undir. Stefnendurnir segja þetta sýna að stjórnarmenn MÍR hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að halda „leynilegan aðalfund“ og þannig brotið á réttindum þeirra að vera boðaðir á fundinn, að því er segir í stefnunni. Kjuregej Alexandra Argunova er ein þriggja félaga í MÍR sem krefjast þess að samþykktir aðalfundar í fyrra verði ógiltar.Ísland í dag Ákvörðun um að leggja félagið niður Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður stefnendanna, segir hóp félagsmanna ósáttan við ákvörðun aðalfundarins sem þeir telji ólöglegan. Þau Ívar, Rósa og Kjuregej hafi verið valin úr hópnum til þess að vera stefnendur í málinu. Auk þremenninganna skrifuðu fimm félagsmenn í MÍR undir bréf til stjórnarinnar þar sem þeir sögðu aðalfundinn ólöglegan og hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla. Lögmaðurinn segir alveg ljóst að ákvarðanir aðalfundarins feli það í sér í reynd að MÍR sé lagt niður. „Það er aðallega það að menn eru ósáttir við að þessi fundur var ekki auglýstur að neinu leyti fyrir félagsmönnum. Á því byggir í raun og veru stefnan, að þessi fundur hafi verið ólöglega boðaður,“ segir Hilmar. Mest auglýsti aðalfundurinn Þessu hafna stjórnarmenn MÍR alfarið. Boðað hafi verið til aðalfundarins með sama hætti og öll undanfarin ár. Auglýsing hafi hangið í glugga á inngangi húsnæðisins við Hverfisgötu auk þess sem fundurinn var auglýstur á vefsíðu félagsins. Árétting um fundartímann var auk þess birt sex dögum fyrir fundinn á Facebook-síðu MÍR. Einn stjórnarmannanna, Kristján Andrésson, fullyrðir við Vísi að aldrei í sögu félagsins hafi aðalfundur verið eins mikið auglýstur og þessi í fyrra. „Fundurinn var löglega boðaður, á sama hátt og alltaf hefur verið gert. Ef fólk fer aldrei inn á síðuna eða fylgist ekki með neinu þá er það bara þeirra vandamál,“ segir Einar, formaður stjórnarinnar sem fullyrðir að þau Ívar, Rósa og Kjuregej hafi engin afskipti haft af félaginu í seinni tíð. Auglýsing þar sem minnt var á aðalfund MÍR sem birtist á Facebook-síðu félagsins 20. júní í fyrra. Aðalfundurinn var haldinn sex dögum síðar.Skjáskot af Facebook-síðunni Mirmenningartengsl heimasida starfs Stefnendurnir þrír halda því fram í stefnu sinni að boða hefði átt félagsmenn á aðalfundinn með bréfi þrátt fyrir að lög félagsins kveði ekki sérstaklega á um hvernig skuli boða til aðalfundar. Annar stjórnarmaður, Sigurður Hergeir Einarsson, segir að hætt hafi verið verið að senda út bréf um aðalfundi MÍR á níunda áratugnum. Stjórnarmennirnir segja ennfremur rangt að þeir hafi verið einir á aðalfundinum afdrifaríka. Aðalfundurinn hafi verið svipað sóttur og undanfarin ár. Kristján segir að fimm til tíu félagsmenn hafi mætt á fundinn og Sigurður Hergeir áætlar að tólf til fimmtán manns hafi setið hann. Anna Eiríksdóttir, annar stjórnarmaður, staðhæfir einnig að óbreyttir félagsmenn hafi setið aðalfundinn. Einn stjórnarmannanna sjö, Gunnlaugur Einarsson, var ekki viðstaddur aðalfundinn. Hann segist hafa verið látinn vita af honum og að hann hafi verið samþykkur því sem þar var ákveðið. „Ég hugsa að það hafi verið svipað margir á þessum aðalfundi og hefur verið undanfarin ár. Hann er haldinn alltaf á tveggja ára fresti. Þátttakan í aðalfundum hefur verið afskaplega dræm. Það eru breyttir tíma og minnkandi áhugi,“ segir Einar formaður. Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. MÍR þýðir „friður“ eða „heimur“ á rússneski. Enginn friður ríki þó um starfsemi félagsins um þessar mundir.Vísir/Vilhelm Sagður hafa greitt atkvæði með breytingum þrátt fyrir yfirlýsingu sína Sigurjón, stjórnarmaðurinn sem skrifaði undir yfirlýsinguna um að aðalfundurinn hafi átt að vera leynilegur, vildi ekki ræða við Vísi um fundinn eða stefnuna. Hann sagðist hafa skrifað undir yfirlýsinguna hjá lögmanni hópsins en svaraði ekki hvort hann hefði skrifað hana. Fullyrt var í tilkynningu á vef MÍR að stjórnin hefði samþykkt breytingarnar samhljóða. Stjórnarmennirnir Sigurður Hergeir og Kristján segja að Sigurjón hafi greitt atkvæði með breytingunum sem voru samþykktar á aðalfundinum. Hugmyndir um að leggja niður fyrri starfsemi MÍR eru ekki nýjar af nálinni, að sögn stjórnarmannanna. Þeir benda á að til séu fundargerðir frá níunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar þar sem Ívar, þáverandi formaður og nú stefnandi, viðrar slíka tillögur. „Þessar hugmyndir um það að breyta þessu í menningarsjóð, þetta eru gamlar hugmyndir. Ég held að það séu til fundargerðir frá 1982 til 1986 þar sem stefnandi okkar Ívar Jónsson impraði á því að breyta félaginu í menningarsjóð. Ég skil ekki þessa menn,“ segir Sigurður Hergeir. Hilmar, lögmaður stefnendanna, segist ekki eiga von á að aðalmeðferð í málinu hefjist fyrr en í haust í fyrsta lagi.
Félagasamtök Rússland Menning Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira