Fjórar hitaveitur metnar ágengar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. maí 2023 21:01 Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR. Vísir/Bjarni Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“ Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“
Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira