Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2023 15:05 Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar í pontu á fagþingi Samorku, sem fór fram á Selfossi í síðustu viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku. Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku.
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira