Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 22:20 Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Vísir/Egill Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira