Vilja Kópavogsbúar sökkva einu af flaggskipum sínum? Sigurður S. Snorrason skrifar 8. maí 2023 16:00 Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar