„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 08:00 Sólveig Lára Kjærnested í glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, þar sem spilaður verður handbolti í efstu deild á næstu leiktíð. vísir/Sigurjón Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira