Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:54 Starfsmenn Vegagerðarinnar virða fyrir sér rjúkandi vegfláa við hringveginn í Hveradalsbrekku. Vegagerðin Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Vegagerðinni var tilkynnt um aukna jarðhitavirkni á svæðinu í gær. Starfsmenn hennar sem sjá um jarðvegsrannsóknir gerðu athuganir til þess að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum, að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. „Ekki er talin hætta á ferðum fyrir vegfarendur en þeir eru þó beðnir um að stöðva ekki bíla sína á þessu svæði,“ segir þar ennnfremur. Hiti við yfirborð vegarins reyndist ekki óeðlilega hár. Neðst í vegfláum sunnan megin reyndist hann hins vegar 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Rannsóknir með jarðsjám og hitamyndavélum sýna að hitinn liggur í sprungu undir veginum. Vísbendingar eru um að hitavirkni á þessum stað hafi aukist í langan tíma eða allmarga mánuði. Rannsóknir eiga að halda áfram næstu daga í samstarfi við Orku náttúrunnar og ÍSOR. Mæla á burð vegarins, setja upp hitamyndavélar og hitamæla á veginn. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið upplýsingar um stöðuna og vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist með vefmyndavélum frá svæðinu. Hitinn rétt undir yfirborði í vegfláa er nægilegur til þess að hægelda lambakjöt.Vegagerðin Jarðhiti Samgöngur Ölfus Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vegagerðinni var tilkynnt um aukna jarðhitavirkni á svæðinu í gær. Starfsmenn hennar sem sjá um jarðvegsrannsóknir gerðu athuganir til þess að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum, að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. „Ekki er talin hætta á ferðum fyrir vegfarendur en þeir eru þó beðnir um að stöðva ekki bíla sína á þessu svæði,“ segir þar ennnfremur. Hiti við yfirborð vegarins reyndist ekki óeðlilega hár. Neðst í vegfláum sunnan megin reyndist hann hins vegar 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Rannsóknir með jarðsjám og hitamyndavélum sýna að hitinn liggur í sprungu undir veginum. Vísbendingar eru um að hitavirkni á þessum stað hafi aukist í langan tíma eða allmarga mánuði. Rannsóknir eiga að halda áfram næstu daga í samstarfi við Orku náttúrunnar og ÍSOR. Mæla á burð vegarins, setja upp hitamyndavélar og hitamæla á veginn. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið upplýsingar um stöðuna og vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist með vefmyndavélum frá svæðinu. Hitinn rétt undir yfirborði í vegfláa er nægilegur til þess að hægelda lambakjöt.Vegagerðin
Jarðhiti Samgöngur Ölfus Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira