„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 18:41 Arnar Grétarsson var sáttur með sína menn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. „Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ KA Valur Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“
KA Valur Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira