Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2023 16:24 Vólódímír Selenskí og Rishi Sunak í Bretlandi í dag. AP/Carl Court Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. Óljóst er hvers konar dróna er um að ræða. Þetta kom fram á fundi Vólódímírs Selenskí og Rishi Sunak, forseta Úkraínu og forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar kom einnig fram að Bretar ætla að senda hundruð flugskeyta sem notuð eru í loftvarnarkerfi til Úkraínu en fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi skort slík skotfæri. Selenskí sagði í síðustu viku að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma og frekari hergögn, áður en þær gætu hafið væntanlega vorsókn þeirra. Forsetinn sagði Úkraínumenn hafa burði til að gera gagnsókn og að hún gæti verið vel heppnuð. Hins vegar yrði mannfall líklega mikið og því þyrfti að bíða aðeins lengur. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Síðan þá hafa Bretar sent stýriflaugar til Úkraínu sem eru þegar komnar í notkun og hafa nú heitið því að senda áðurnefnda sjálfsprengidróna, sem eiga að drífa meira en tvö hundruð kílómetra. Þjóðverjar hafa þar að auki heitið hernaðaraðstoð að virði þriggja milljarða dala sem inniheldur meðal annars fleiri vestræna bryn- og skriðdreka og Frakkar hafa sagt að þeir muni senda Úkraínumönnum bryndreka og svokallaða létta skriðdreka. Selenskí sagði í morgun að enn væri þörf á meiri tíma en ekki svo miklum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Segjast hafa skotið fyrstu stýriflaugina niður Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands sögðu í dag að rússneskir hermenn hefðu skotið fyrstu bresku stýriflaugina niður yfir Úkraínu. Stýriflaugarnar kallast Storm Shadow og Úkraínumenn hafa heitið því að nota þær ekki utan landamæra Úkraínu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir Í nýrri skýrslu frá bresku hernaðarhugveitunni Royal United Services Institute (RUSI) segir að stýriflaugarnar geri Úkraínumönnum kleift að gera árásir á stjórnstöðvar og birgðageymslur en Úkraínumenn þurfi að velja skotmörk sín vel, þar sem flaugarnar séu líklega af skornum skammti vegna kostnaðar. Rússar hafi fært stjórnstöðvar sínar og birgðageymslur lengra frá víglínunum í kjölfar þess að Úkraínumenn fengu HIMARS og gert aðrar breytingar sem geri hernum auðveldar að bregðast við aðgerðum Úkraínumanna og beina stórskotaliði og annars konar stuðningi til að bregðast við Úkraínumönnum. Þetta ógni hinni væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna og mjög mikilvægt sé fyrir þá að draga úr getu rússnesks stórskotaliðs áður og eftir að gagnsóknin hefst. Í skýrslu RUSI segir að Storm Shadow stýriflaugarnar geti verið notaðar til að granda rússneskum stjórnstöðvum, sem Rússar hafi víggirt, þar sem þær beri mun meira af sprengiefnum en skotfæri HIMARS-vopnakerfanna. Þær geti einnig verið notaðar til að sprengja upp skotfæra- og eldsneytisgeymslur. Biðja enn um F-16 herþotur Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum ítrekað kallað eftir því að fá F-16 herþotur frá Vesturlöndum. Þær vilja þeir meðal annars nota til að skjóta niður rússneskar stýriflaugar og nota þær til að skjóta Storm Shadow stýriflaugum en þeim er skotið úr lofti og ein af ástæðum þess að Bretar sendu Úkraínumönnum þær ekki fyrr er að það tók langan tíma að finna leiðir til að skjóta þeim með herþotum frá tímum Sovétríkjanna. Hingað til hafa ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda herþotur þessar til Úkraínu, þó þær þyki orðnar gamlar og víða sé verið að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bretar eiga ekki F-16 herþotur en þrátt fyrir það ætla þeir að þjálfa úkraínska flugmenn í notkun þeirra. Þá ræddu Selenskí og Sunak sín á milli um að stofna sérstakt bandalag ríkja sem gætu sent herþotur til Úkraínu, ekki ósvipað og til stóð að gera í tengslum við vestræna skriðdreka fyrr á þessu ári. Bretar segjast ætla að beita sér fyrir því að F-16 þotur verði sendar til Úkraínu en þeir voru fyrstir til að senda vestræna skriðdreka til landsins, eftir margra mánaða umræður, og fyrstir til að senda þeim langdrægari vopn, eins og Storm Shadow stýriflaugarnar. Selenskí sagði samkvæmt Reuters að hann ætti von á miklum vendingum varðandi sendingar herþotna til Úkraínu á næstunni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Óljóst er hvers konar dróna er um að ræða. Þetta kom fram á fundi Vólódímírs Selenskí og Rishi Sunak, forseta Úkraínu og forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar kom einnig fram að Bretar ætla að senda hundruð flugskeyta sem notuð eru í loftvarnarkerfi til Úkraínu en fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi skort slík skotfæri. Selenskí sagði í síðustu viku að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma og frekari hergögn, áður en þær gætu hafið væntanlega vorsókn þeirra. Forsetinn sagði Úkraínumenn hafa burði til að gera gagnsókn og að hún gæti verið vel heppnuð. Hins vegar yrði mannfall líklega mikið og því þyrfti að bíða aðeins lengur. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Síðan þá hafa Bretar sent stýriflaugar til Úkraínu sem eru þegar komnar í notkun og hafa nú heitið því að senda áðurnefnda sjálfsprengidróna, sem eiga að drífa meira en tvö hundruð kílómetra. Þjóðverjar hafa þar að auki heitið hernaðaraðstoð að virði þriggja milljarða dala sem inniheldur meðal annars fleiri vestræna bryn- og skriðdreka og Frakkar hafa sagt að þeir muni senda Úkraínumönnum bryndreka og svokallaða létta skriðdreka. Selenskí sagði í morgun að enn væri þörf á meiri tíma en ekki svo miklum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Segjast hafa skotið fyrstu stýriflaugina niður Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands sögðu í dag að rússneskir hermenn hefðu skotið fyrstu bresku stýriflaugina niður yfir Úkraínu. Stýriflaugarnar kallast Storm Shadow og Úkraínumenn hafa heitið því að nota þær ekki utan landamæra Úkraínu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir Í nýrri skýrslu frá bresku hernaðarhugveitunni Royal United Services Institute (RUSI) segir að stýriflaugarnar geri Úkraínumönnum kleift að gera árásir á stjórnstöðvar og birgðageymslur en Úkraínumenn þurfi að velja skotmörk sín vel, þar sem flaugarnar séu líklega af skornum skammti vegna kostnaðar. Rússar hafi fært stjórnstöðvar sínar og birgðageymslur lengra frá víglínunum í kjölfar þess að Úkraínumenn fengu HIMARS og gert aðrar breytingar sem geri hernum auðveldar að bregðast við aðgerðum Úkraínumanna og beina stórskotaliði og annars konar stuðningi til að bregðast við Úkraínumönnum. Þetta ógni hinni væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna og mjög mikilvægt sé fyrir þá að draga úr getu rússnesks stórskotaliðs áður og eftir að gagnsóknin hefst. Í skýrslu RUSI segir að Storm Shadow stýriflaugarnar geti verið notaðar til að granda rússneskum stjórnstöðvum, sem Rússar hafi víggirt, þar sem þær beri mun meira af sprengiefnum en skotfæri HIMARS-vopnakerfanna. Þær geti einnig verið notaðar til að sprengja upp skotfæra- og eldsneytisgeymslur. Biðja enn um F-16 herþotur Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum ítrekað kallað eftir því að fá F-16 herþotur frá Vesturlöndum. Þær vilja þeir meðal annars nota til að skjóta niður rússneskar stýriflaugar og nota þær til að skjóta Storm Shadow stýriflaugum en þeim er skotið úr lofti og ein af ástæðum þess að Bretar sendu Úkraínumönnum þær ekki fyrr er að það tók langan tíma að finna leiðir til að skjóta þeim með herþotum frá tímum Sovétríkjanna. Hingað til hafa ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda herþotur þessar til Úkraínu, þó þær þyki orðnar gamlar og víða sé verið að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bretar eiga ekki F-16 herþotur en þrátt fyrir það ætla þeir að þjálfa úkraínska flugmenn í notkun þeirra. Þá ræddu Selenskí og Sunak sín á milli um að stofna sérstakt bandalag ríkja sem gætu sent herþotur til Úkraínu, ekki ósvipað og til stóð að gera í tengslum við vestræna skriðdreka fyrr á þessu ári. Bretar segjast ætla að beita sér fyrir því að F-16 þotur verði sendar til Úkraínu en þeir voru fyrstir til að senda vestræna skriðdreka til landsins, eftir margra mánaða umræður, og fyrstir til að senda þeim langdrægari vopn, eins og Storm Shadow stýriflaugarnar. Selenskí sagði samkvæmt Reuters að hann ætti von á miklum vendingum varðandi sendingar herþotna til Úkraínu á næstunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11
Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12