Innlent

Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott

Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Málefni Úkraínu verða efst á baugi í Hörpu.
Málefni Úkraínu verða efst á baugi í Hörpu. Vísir/Vilhelm

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi.

Búast má við umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd, til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Mestu áhrifin verða þó síðdegis í dag og á morgun.

Meðal hápunkta dagsins er blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ursulu von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins klukkan 15:15. Klukkan 17:45 verður svo leiðtogafundurinn settur.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 mun fylgjast náið með þróun mála, meðal annars í vaktinni hér fyrir neðan. 

Ertu með ábendingu eða myndefni? Hefur fundurinn áhrif á þitt nærumhverfi? Sendu okkur línu á [email protected].


(Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.)




Fleiri fréttir

Sjá meira
×