„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 11:21 Úkraínskir hermenn skjóta úr fallbyssu nærri Bakhmut. AP/Libkos Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17