Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2023 22:19 Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir seinasta tímabil. Selfoss Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. „Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
„Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56