„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 09:00 Haukarnir fagna sigri í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið
Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira