Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 11:15 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Egill Aðalsteinsson Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14
Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46