Veðrið meira og minna eins út mánuðinn Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. maí 2023 20:04 Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðrið verði líklega eins út mánuðinn. Stöð 2 „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum. Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum.
Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37