Ný sería af Sönnum íslenskum sakamálum: Skáksambandsmálið og bruninn á Bræðraborgarstíg Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. maí 2023 20:00 Sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál nutu gífurlega vinsælda á níunda og tíunda áratug seinustu aldar. Árið 2020 öðluðust þættirnir síðan nýtt líf í hljóðbókarformi Storytel Original. Facebook Ný þáttaröð af Sönnum íslenskum sakamálum kom út á Storytel í gær. Þar mun Sigursteinn Másson taka fyrir fimm sakamál sem komið hafa upp hér á landi. Skáksambandsmálið svokallaða og bruninn á Bræðraborgarstíg eru á meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir í þáttunum. „Eins og áður þá legg ég upp með að koma fram með nýjar upplýsingar varðandi þessi mál, og varpa ljósi á ákveðna þætti í þessum málum sem mér finnst áhugaverðir,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi en málin sem um ræðir eru á ólíku stigi og hafa fengið mismunandi meðferð innan lögreglu- og dómskerfisins. Við val á málum einblíndi Sigursteinn á að hægt væri að vera með heildræna umfjöllun; ná utan um stóra samhengið. Nýjar upplýsingar í Skáksambandsmálinu Frá því að sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál hófu göngu sína seint á tíunda áratugnum hefur Sigursteinn tekið fyrir hátt í hundrað sakamál. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé ekki að verða uppiskroppa með mál til að fjalla um en staðreyndin er sú að það er ótrúlega mikið af áhugaverðum sakamálum sem hafa komið upp hér á landi í gegnum tíðina, og hafa fengið mismikla umfjöllun.“ Skáksambandsmálið svokallaða, sem vakti mikla athygli og umtal hérlendis á sínum tíma og endaði með því að Sigurður Ragnar Kristinsson var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Málið snerist um innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017, sem varð til þess að lögreglan og sérsveitin réðst til atlögu á skrifstofu Skáksambandsins þegar pakki með efnunum barst þangað. Inn í málið fléttaðist síðan dularfullt slys þar sem fyrrum eiginkona Sigurðar, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir féll á milli hæða á heimili þeirra á Spáni og lamaðist. Hvað átti sér stað ytra hefur aldrei komið í ljós. Líkt og Sigursteinn bendir á er málið afar forvitnilegt fyrir marga hluta sakir. Það sé reyndar áhugavert að málið hafi verið kallað Skáksambandsmálið þar sem Skáksambandið sjálft átti í raun minniháttar hlutverk þar. Í þættinum ræðir Sigursteinn meðal annars við forseta Skáksambandsins og fá hlustendur að heyra hans hlið á málinu. Ýmislegt fleira kemur fram í þættinum sem varpar nýju ljósi á málið, sem Sigursteinn getur ekki gefið upp að svo stöddu. „En það er mjög áhugavert að fara ofan í saumana á því máli, og í tengslum við það vakna upp allskonar spurningar, ekki síst það sem snýr að rannsókn lögreglunnar á Spáni.“ Bruninn við Bræðraborgaarstíg Fyrstu tveir þættirnir í seríunni verða helgaðir brunanum sem átti sér stað á Bræðaborgarstíg árið 2020. Í tengslum við það ræddi Sigursteinn við fjölmarga aðila sem tengjast málinu á einn eða annan hátt. Líkt og hann bendir á er málið merkilegt að mörgu leyti þar sem það snýr að eini mannskæðustu íkveikju sem átt hefur sér stað hér á landi. „Þetta er í raun alveg ofboðslegur atburður. Fólki var gífurlega brugðið á sínum tíma.“ Sigursteinn segir eitt af því sem komið hafi í ljós við gerð þáttanna um málið sé að í raun hafi lítið sem ekkert þokast til hvað varðar úrbætur á leigumarkaðnum þegar kemur að öryggis-og brunavarnarmálum. „Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um allt það sem átti að gera og betrumbæta, allar reglugerðirnar sem átti að breyta, þá hefur í raun ekkert gerst. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali sem ég tók við slökkviliðsstjóra, þar sem hann bendir meðal annars á að löggjafinn þarf líka að koma að þessu, það nægir ekki að breyta reglum heldur þarf að breyta lögum líka.“ Mikilvægt að líta aftur til fortíðar Sigursteinn segist reglulega hafa verið spurður að því í gegnum tíðina hvort Ísland sé ekki of lítið til að hægt sé að gera sakamálaþætti. „En ég hef einmitt svarað því þannig að Ísland er of lítið til að gera það ekki. Af því að við búum í landi kjaftasagna, sögusagna og orðróma. Þegar fólk hefur ekki greiðan aðgang að staðreyndum, þegar ekki er til staðar heildarumfjöllun um mál, þá fara sögusagnirnar af stað. Þannig er það með öll þessi mál sem ég er að fjalla um núna, það eru allskonar ranghugmyndir í gangi um hvað átti sér stað. Þess vegna lít ég svo á að vegna þess einmitt að við erum svo fá og við erum svo tengd, þá þurfum við að fjalla um þessi mál út frá staðreyndum. Út frá sannleikanum. Við megum ekki láta sögusagnir ráða ferðinni.“ Sigursteinn bendir á að á meðan mál eru í gangi, og strax eftir að þeim lýkur þá hafi fjölmiðlar það hlutverk að fjalla um þau og það sem er að gerast hverju sinni. Þegar dómur fellur eða einhverskonar niðurstaða kemst í málin þá lýkur því. „En almennt eru fjölmiðlar ekki að taka utan um heildarumfjöllunina í þessum málum, enda er þeirra hlutverk að segja frá samtíma fréttum fyrst og fremst. Þess vegna held ég að það sé mikilvægt, eins og með þessa þætti, að þessi umfjöllun eigi sér stað.“ Áttu þá við að það sé mikilvægt að við heimsækjum fortíðina? „Já, og kryfjum það sem gerðist. Drögum lærdóm af því sem gerðist, lærum af fortíðinni og skiljum fortíðina. Við þurfum að hafa þennan spegil. Leita staðreynda og halda vel utan um þær, í stað þess að vera með hugmyndir sem eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Sigursteinn og nefnir sem dæmi Guðmundar og Geirfinnsmálið. Hann bendir á að vissulega séu mál af þessum toga oft afar viðkvæm, og umfjöllun geti rifið upp gömul sár, hvort sem málin eru nýleg eða gömul. Þeir sem standa málunum nærri, gerendur, fórnarlömb eða aðstandendur séu í viðkvæmri stöðu. En að sama skapi upplifi margir nokkurs konar heilun við að segja sína sögu og deila sinni upplifun; nokkurs konar uppgjör við fortíðina. „Og ég tel alltaf að það séu meiri hagsmunir en minni af þessu, að umfjöllunin sé rétt, og að fara í gegnum viðkomandi mál kerfisbundið og yfirvegað og út frá sannleikanum. Þetta eru auðvitað allt saman opinber mál sem ég hef verið að fjalla um og gerendur eða aðrir geta ekki haft neitunarvald um umfjöllun. En auðvitað er fólk ekki alltaf tilbúið að tala, og ég ber virðingu fyrir því. Ég hef alltaf lagt upp með það að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er gríðarlega mikilvægt, og ég hef oft hætt við að fjalla um einhver tiltekin mál, ef ég hef séð að það þjónar ekki tilgangi eða er ekki sérstaklega brýnt.“ Kickstarter-bræðurnir Þrjú önnur mál verða tekin fyrir í nýju seríunni: Vindmyllumálið, Bróðurdráp í Biskupstungum og Föðurvíg í Þingeyjarsýslu. Vindmyllumálið svokallaða snýr að bræðrunum Ágústi Arnar Ágústssyni og Einari Ágústssyni, Kickstarter- bræðrunum, sem árið 2020 voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Bræðurnir stýrðu á sínum tíma trúfélaginu Zuism sem á tímabili var eitt það fjölmennasta á landinu og hafði þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Þess ber að geta að þegar málið kom upp á sínum tíma varaði ríkislögreglustjóri við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi. Fram að dómsmálaráðuneytið væri að vinna að hertum lögum um trú- og lífsskoðunarfélög. Sigursteinn segir málið athyglisvert fyrir margra hluta sakir. „Það vekur til að mynda upp spurningar um starfsemi trúfélaga hér á landi og rekstur þeirra og ég einbeitti mér svolítið að trúfélagsvinklinum.“ Tvö ólík mál Föðurvígið í Þingeyjarsýslu er að sögn Sigursteins einna minnst þekkt, en það átti sér stað árið 2000. Það var kallað Bláhvamms-manndrápsmálið á sínum tíma, en tiltölulega lítið var þó fjallað um það. Rúmlega tvítugur maður var þá ákærður fyrir að bana föður sínum að Bláhvammi í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu. Dauðaorsök var skráð sem sjálfsvíg en við nánari skoðun reyndist ekki svo og seinna meir kom í ljós að fjölmörg sönnunargögn höfðu verið afmáð af banamanninum. „Ég er svolítið að einblína þarna á rannsóknarferlið í málinu. Þetta mál sýnir okkur mikilvægi réttra vinnubragða þegar lögregla kemur fyrst á vettvang. Í þessu tilviki var málið tilkynnt sem sjálfsvíg og afgreitt þannig, í stað þess að allir möguleikar væru kannaðir,“ segir Sigursteinn. Í þættinum ræðir hann meðal annars við blóðferlasérfræðing, þar sem komið er inn á eðli slíkra rannsókna. „Þegar menn bera fyrir sig minnisleysi, eins og í raunin var í þessu máli, þá eru til staðar blóðferlar og verksummerki sem segja miklu meiri sögu. Þá þarf lögreglan að púsla saman atburðarásinni, rétt eins og þarna. Það þarf að raða saman því sem gerðist, þegar gerandinn er ekki til frásagnar.“ Bróðurbani í Biskupstungum Hvað varðar manndrápsmálið í Biskupstungum segir Sigursteinn að það vera gott dæmi um mikilvægi þess að fjallað sé um mál sem þessi í stóra samhenginu, í stað þess að láta kjaftasögur stjórna umræðunni. Árið 2018 var Valur Lýðsson ákærður fyrir manndráp vegna dauða bróður síns Ragnars á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa valdið dauða Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru kom fram að hann hefði slegið bróður sinn með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka og/eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Valur fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás í héraði en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum og fór fram á sextán ára fangelsisdóm. „Var um ásetningsverk að ræða,“ segir í niðurstöðu dómsins. Í dómsorði kom fram að árásin hefði verið svo ofsafengin að Vali hlyti að hafa verið ljóst að bani hlytist af henni. Í grein sem Ingi Rafn Ingi Ragnarsson, sonur hins látna skrifaði á sínum tíma lýsti hann meðal annars viðbrögðum samsveitunga sem höfðu reynt að réttlæta árásina á föður hans og benti á að sögusagnir hefðu gengið um hjá ákveðnu fólki í Biskupstungunum um að þetta hefði verið slagsmál eða slys. Þessu hélt ákveðið fólk einbeitt fram í marga mánuði, á meðan við systkinin þögðum og létum þetta yfir okkur ganga.“ Líkt og Sigursteinn bendir á var gengið út frá umfjöllun og umtali fólks við meðferð málsins. Það hafi verið litið á það sem áflog og átök sem enduðu með þessum hætti, en þegar skýrslur og málsgögn séu skoðuð þá bendi það svo sannarlega ekki til þess. „Og rétt eins og í málinu í Biskupstungum þá er ég þarna að einblína á rannsóknina.“ Sigursteinn bendir á þessi tvö mál, Föðurvígið í Þingeyjarsýslu og bróðurdrápið í Biskupstungum, séu af ólíkum toga en séu þau skoðuð hlið við hlið komi margt áhugavert í ljós. „Málið í Biskupstungum er dæmi um mjög vel heppnaða og nákvæma rannsókn, þar sem vettvangur var tryggður strax í upphafi. Málið í Þingeyjarsýslu var hins vegar þess eðlis að það var strax í upphafi gengið út frá ákveðnum staðreyndum. Þegar tilkynnt er um sjálfsvíg þá skiptir svo miklu máli að gefa sér ekki neitt, heldur rannsaka alla möguleika strax. Þetta eru í raun tvö andstæð mál sem tengjast á ákveðinn hátt.“ Á leið í sjónvarp á ný Sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál nutu gífurlega vinsælda á níunda og tíunda áratug seinustu aldar og árið 2020 öðluðust þættirnir síðan nýtt líf í hljóðbókarformi Storytel Original. Fjórar þáttaraðir hafa litið dagsins ljós síðan þá. Sigursteinn var umsjónarmaður og handritshöfundur fyrstu þriggja sjónvarpseríanna og allra fimm seríanna á Storytel, auk þess að vera þulur, en óhætt er að segja að í seinni tíð hafi rödd hans orðið einkennandi fyrir umfjöllun um sakamál á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sönn Íslensk sakamál hófu göngu sína á hlaðvarpsformi. Skiljanlega er talsverður munur á því að framleiða þættina í myndrænu formi fyrir sjónvarp og fyrir hlaðvarp, þar sem hlustandinn býr sjálfur til hugarmynd af atburðunum. „Handritslega séð og hvað varðar undirbúnings- og rannsóknarvinnu er þetta í raun eins. En það er á margan hátt auðveldara að vinna efnið fyrir hlaðvarp, ekki síst vegna þess að viðmælendur eru oft opnari fyrir því að vera einungis í hljóði, ekki mynd. Það er ekki eins erfitt. Það þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af myndefni, eða að sviðsetja atburðina og framleiðslan er ekki eins flókin.“ Hann tekur undir með því að þrátt fyrir að hlaðvarpsformið sé takmarkað að því leyti að það býður ekki upp á sjónræna upplifun þá bjóði það upp á margvíslega möguleika líka. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna þættina með Storytel og Friðrik Sturluson hljóðmaður er algjör snillingur þegar kemur að því að skapa hljóðheiminn í þáttunum. Þá hefur Tryggvi Rúnar Brynjarsson aðstoðað mig við efnisöflun og gerð handrita. Það skiptir máli að gera þetta á „nettan“ hátt og fara ekki of langt, og skilja fólk eftir með þetta í sínum huga, þannig að það noti ímyndunaraflið. Mér finnst það hafa tekist sérstaklega vel í þessari nýju seríu.“ Fimmta serían af Sönnum Íslenskum sakamálum er sú síðasta í bili að sögn Sigursteins, en framleiðslufyrirtækið Kontent nú gengið frá samningum við Sjónvarp Símans um gerð nýrrar þáttaraðar sem sýnd verður næsta vetur þar sem Sigursteinn verður umsjónarmaður. Þar verður áfram fjallað um íslensk sakamál en þættirnir verða að sögn Sigursteins með breyttu sniði frá því sem var. „Þetta verða öðruvísi þættir, en munu fjalla um sakamál. Þetta hlaðvarpsform er svolítið komið í bili. En svo veit maður svo sem aldrei hvað verður.“ Dómsmál Fjölmiðlar Skáksambandsmálið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Eins og áður þá legg ég upp með að koma fram með nýjar upplýsingar varðandi þessi mál, og varpa ljósi á ákveðna þætti í þessum málum sem mér finnst áhugaverðir,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi en málin sem um ræðir eru á ólíku stigi og hafa fengið mismunandi meðferð innan lögreglu- og dómskerfisins. Við val á málum einblíndi Sigursteinn á að hægt væri að vera með heildræna umfjöllun; ná utan um stóra samhengið. Nýjar upplýsingar í Skáksambandsmálinu Frá því að sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál hófu göngu sína seint á tíunda áratugnum hefur Sigursteinn tekið fyrir hátt í hundrað sakamál. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé ekki að verða uppiskroppa með mál til að fjalla um en staðreyndin er sú að það er ótrúlega mikið af áhugaverðum sakamálum sem hafa komið upp hér á landi í gegnum tíðina, og hafa fengið mismikla umfjöllun.“ Skáksambandsmálið svokallaða, sem vakti mikla athygli og umtal hérlendis á sínum tíma og endaði með því að Sigurður Ragnar Kristinsson var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Málið snerist um innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017, sem varð til þess að lögreglan og sérsveitin réðst til atlögu á skrifstofu Skáksambandsins þegar pakki með efnunum barst þangað. Inn í málið fléttaðist síðan dularfullt slys þar sem fyrrum eiginkona Sigurðar, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir féll á milli hæða á heimili þeirra á Spáni og lamaðist. Hvað átti sér stað ytra hefur aldrei komið í ljós. Líkt og Sigursteinn bendir á er málið afar forvitnilegt fyrir marga hluta sakir. Það sé reyndar áhugavert að málið hafi verið kallað Skáksambandsmálið þar sem Skáksambandið sjálft átti í raun minniháttar hlutverk þar. Í þættinum ræðir Sigursteinn meðal annars við forseta Skáksambandsins og fá hlustendur að heyra hans hlið á málinu. Ýmislegt fleira kemur fram í þættinum sem varpar nýju ljósi á málið, sem Sigursteinn getur ekki gefið upp að svo stöddu. „En það er mjög áhugavert að fara ofan í saumana á því máli, og í tengslum við það vakna upp allskonar spurningar, ekki síst það sem snýr að rannsókn lögreglunnar á Spáni.“ Bruninn við Bræðraborgaarstíg Fyrstu tveir þættirnir í seríunni verða helgaðir brunanum sem átti sér stað á Bræðaborgarstíg árið 2020. Í tengslum við það ræddi Sigursteinn við fjölmarga aðila sem tengjast málinu á einn eða annan hátt. Líkt og hann bendir á er málið merkilegt að mörgu leyti þar sem það snýr að eini mannskæðustu íkveikju sem átt hefur sér stað hér á landi. „Þetta er í raun alveg ofboðslegur atburður. Fólki var gífurlega brugðið á sínum tíma.“ Sigursteinn segir eitt af því sem komið hafi í ljós við gerð þáttanna um málið sé að í raun hafi lítið sem ekkert þokast til hvað varðar úrbætur á leigumarkaðnum þegar kemur að öryggis-og brunavarnarmálum. „Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um allt það sem átti að gera og betrumbæta, allar reglugerðirnar sem átti að breyta, þá hefur í raun ekkert gerst. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali sem ég tók við slökkviliðsstjóra, þar sem hann bendir meðal annars á að löggjafinn þarf líka að koma að þessu, það nægir ekki að breyta reglum heldur þarf að breyta lögum líka.“ Mikilvægt að líta aftur til fortíðar Sigursteinn segist reglulega hafa verið spurður að því í gegnum tíðina hvort Ísland sé ekki of lítið til að hægt sé að gera sakamálaþætti. „En ég hef einmitt svarað því þannig að Ísland er of lítið til að gera það ekki. Af því að við búum í landi kjaftasagna, sögusagna og orðróma. Þegar fólk hefur ekki greiðan aðgang að staðreyndum, þegar ekki er til staðar heildarumfjöllun um mál, þá fara sögusagnirnar af stað. Þannig er það með öll þessi mál sem ég er að fjalla um núna, það eru allskonar ranghugmyndir í gangi um hvað átti sér stað. Þess vegna lít ég svo á að vegna þess einmitt að við erum svo fá og við erum svo tengd, þá þurfum við að fjalla um þessi mál út frá staðreyndum. Út frá sannleikanum. Við megum ekki láta sögusagnir ráða ferðinni.“ Sigursteinn bendir á að á meðan mál eru í gangi, og strax eftir að þeim lýkur þá hafi fjölmiðlar það hlutverk að fjalla um þau og það sem er að gerast hverju sinni. Þegar dómur fellur eða einhverskonar niðurstaða kemst í málin þá lýkur því. „En almennt eru fjölmiðlar ekki að taka utan um heildarumfjöllunina í þessum málum, enda er þeirra hlutverk að segja frá samtíma fréttum fyrst og fremst. Þess vegna held ég að það sé mikilvægt, eins og með þessa þætti, að þessi umfjöllun eigi sér stað.“ Áttu þá við að það sé mikilvægt að við heimsækjum fortíðina? „Já, og kryfjum það sem gerðist. Drögum lærdóm af því sem gerðist, lærum af fortíðinni og skiljum fortíðina. Við þurfum að hafa þennan spegil. Leita staðreynda og halda vel utan um þær, í stað þess að vera með hugmyndir sem eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Sigursteinn og nefnir sem dæmi Guðmundar og Geirfinnsmálið. Hann bendir á að vissulega séu mál af þessum toga oft afar viðkvæm, og umfjöllun geti rifið upp gömul sár, hvort sem málin eru nýleg eða gömul. Þeir sem standa málunum nærri, gerendur, fórnarlömb eða aðstandendur séu í viðkvæmri stöðu. En að sama skapi upplifi margir nokkurs konar heilun við að segja sína sögu og deila sinni upplifun; nokkurs konar uppgjör við fortíðina. „Og ég tel alltaf að það séu meiri hagsmunir en minni af þessu, að umfjöllunin sé rétt, og að fara í gegnum viðkomandi mál kerfisbundið og yfirvegað og út frá sannleikanum. Þetta eru auðvitað allt saman opinber mál sem ég hef verið að fjalla um og gerendur eða aðrir geta ekki haft neitunarvald um umfjöllun. En auðvitað er fólk ekki alltaf tilbúið að tala, og ég ber virðingu fyrir því. Ég hef alltaf lagt upp með það að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er gríðarlega mikilvægt, og ég hef oft hætt við að fjalla um einhver tiltekin mál, ef ég hef séð að það þjónar ekki tilgangi eða er ekki sérstaklega brýnt.“ Kickstarter-bræðurnir Þrjú önnur mál verða tekin fyrir í nýju seríunni: Vindmyllumálið, Bróðurdráp í Biskupstungum og Föðurvíg í Þingeyjarsýslu. Vindmyllumálið svokallaða snýr að bræðrunum Ágústi Arnar Ágústssyni og Einari Ágústssyni, Kickstarter- bræðrunum, sem árið 2020 voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Bræðurnir stýrðu á sínum tíma trúfélaginu Zuism sem á tímabili var eitt það fjölmennasta á landinu og hafði þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Þess ber að geta að þegar málið kom upp á sínum tíma varaði ríkislögreglustjóri við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi. Fram að dómsmálaráðuneytið væri að vinna að hertum lögum um trú- og lífsskoðunarfélög. Sigursteinn segir málið athyglisvert fyrir margra hluta sakir. „Það vekur til að mynda upp spurningar um starfsemi trúfélaga hér á landi og rekstur þeirra og ég einbeitti mér svolítið að trúfélagsvinklinum.“ Tvö ólík mál Föðurvígið í Þingeyjarsýslu er að sögn Sigursteins einna minnst þekkt, en það átti sér stað árið 2000. Það var kallað Bláhvamms-manndrápsmálið á sínum tíma, en tiltölulega lítið var þó fjallað um það. Rúmlega tvítugur maður var þá ákærður fyrir að bana föður sínum að Bláhvammi í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu. Dauðaorsök var skráð sem sjálfsvíg en við nánari skoðun reyndist ekki svo og seinna meir kom í ljós að fjölmörg sönnunargögn höfðu verið afmáð af banamanninum. „Ég er svolítið að einblína þarna á rannsóknarferlið í málinu. Þetta mál sýnir okkur mikilvægi réttra vinnubragða þegar lögregla kemur fyrst á vettvang. Í þessu tilviki var málið tilkynnt sem sjálfsvíg og afgreitt þannig, í stað þess að allir möguleikar væru kannaðir,“ segir Sigursteinn. Í þættinum ræðir hann meðal annars við blóðferlasérfræðing, þar sem komið er inn á eðli slíkra rannsókna. „Þegar menn bera fyrir sig minnisleysi, eins og í raunin var í þessu máli, þá eru til staðar blóðferlar og verksummerki sem segja miklu meiri sögu. Þá þarf lögreglan að púsla saman atburðarásinni, rétt eins og þarna. Það þarf að raða saman því sem gerðist, þegar gerandinn er ekki til frásagnar.“ Bróðurbani í Biskupstungum Hvað varðar manndrápsmálið í Biskupstungum segir Sigursteinn að það vera gott dæmi um mikilvægi þess að fjallað sé um mál sem þessi í stóra samhenginu, í stað þess að láta kjaftasögur stjórna umræðunni. Árið 2018 var Valur Lýðsson ákærður fyrir manndráp vegna dauða bróður síns Ragnars á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa valdið dauða Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru kom fram að hann hefði slegið bróður sinn með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka og/eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Valur fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás í héraði en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum og fór fram á sextán ára fangelsisdóm. „Var um ásetningsverk að ræða,“ segir í niðurstöðu dómsins. Í dómsorði kom fram að árásin hefði verið svo ofsafengin að Vali hlyti að hafa verið ljóst að bani hlytist af henni. Í grein sem Ingi Rafn Ingi Ragnarsson, sonur hins látna skrifaði á sínum tíma lýsti hann meðal annars viðbrögðum samsveitunga sem höfðu reynt að réttlæta árásina á föður hans og benti á að sögusagnir hefðu gengið um hjá ákveðnu fólki í Biskupstungunum um að þetta hefði verið slagsmál eða slys. Þessu hélt ákveðið fólk einbeitt fram í marga mánuði, á meðan við systkinin þögðum og létum þetta yfir okkur ganga.“ Líkt og Sigursteinn bendir á var gengið út frá umfjöllun og umtali fólks við meðferð málsins. Það hafi verið litið á það sem áflog og átök sem enduðu með þessum hætti, en þegar skýrslur og málsgögn séu skoðuð þá bendi það svo sannarlega ekki til þess. „Og rétt eins og í málinu í Biskupstungum þá er ég þarna að einblína á rannsóknina.“ Sigursteinn bendir á þessi tvö mál, Föðurvígið í Þingeyjarsýslu og bróðurdrápið í Biskupstungum, séu af ólíkum toga en séu þau skoðuð hlið við hlið komi margt áhugavert í ljós. „Málið í Biskupstungum er dæmi um mjög vel heppnaða og nákvæma rannsókn, þar sem vettvangur var tryggður strax í upphafi. Málið í Þingeyjarsýslu var hins vegar þess eðlis að það var strax í upphafi gengið út frá ákveðnum staðreyndum. Þegar tilkynnt er um sjálfsvíg þá skiptir svo miklu máli að gefa sér ekki neitt, heldur rannsaka alla möguleika strax. Þetta eru í raun tvö andstæð mál sem tengjast á ákveðinn hátt.“ Á leið í sjónvarp á ný Sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál nutu gífurlega vinsælda á níunda og tíunda áratug seinustu aldar og árið 2020 öðluðust þættirnir síðan nýtt líf í hljóðbókarformi Storytel Original. Fjórar þáttaraðir hafa litið dagsins ljós síðan þá. Sigursteinn var umsjónarmaður og handritshöfundur fyrstu þriggja sjónvarpseríanna og allra fimm seríanna á Storytel, auk þess að vera þulur, en óhætt er að segja að í seinni tíð hafi rödd hans orðið einkennandi fyrir umfjöllun um sakamál á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sönn Íslensk sakamál hófu göngu sína á hlaðvarpsformi. Skiljanlega er talsverður munur á því að framleiða þættina í myndrænu formi fyrir sjónvarp og fyrir hlaðvarp, þar sem hlustandinn býr sjálfur til hugarmynd af atburðunum. „Handritslega séð og hvað varðar undirbúnings- og rannsóknarvinnu er þetta í raun eins. En það er á margan hátt auðveldara að vinna efnið fyrir hlaðvarp, ekki síst vegna þess að viðmælendur eru oft opnari fyrir því að vera einungis í hljóði, ekki mynd. Það er ekki eins erfitt. Það þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af myndefni, eða að sviðsetja atburðina og framleiðslan er ekki eins flókin.“ Hann tekur undir með því að þrátt fyrir að hlaðvarpsformið sé takmarkað að því leyti að það býður ekki upp á sjónræna upplifun þá bjóði það upp á margvíslega möguleika líka. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna þættina með Storytel og Friðrik Sturluson hljóðmaður er algjör snillingur þegar kemur að því að skapa hljóðheiminn í þáttunum. Þá hefur Tryggvi Rúnar Brynjarsson aðstoðað mig við efnisöflun og gerð handrita. Það skiptir máli að gera þetta á „nettan“ hátt og fara ekki of langt, og skilja fólk eftir með þetta í sínum huga, þannig að það noti ímyndunaraflið. Mér finnst það hafa tekist sérstaklega vel í þessari nýju seríu.“ Fimmta serían af Sönnum Íslenskum sakamálum er sú síðasta í bili að sögn Sigursteins, en framleiðslufyrirtækið Kontent nú gengið frá samningum við Sjónvarp Símans um gerð nýrrar þáttaraðar sem sýnd verður næsta vetur þar sem Sigursteinn verður umsjónarmaður. Þar verður áfram fjallað um íslensk sakamál en þættirnir verða að sögn Sigursteins með breyttu sniði frá því sem var. „Þetta verða öðruvísi þættir, en munu fjalla um sakamál. Þetta hlaðvarpsform er svolítið komið í bili. En svo veit maður svo sem aldrei hvað verður.“
Dómsmál Fjölmiðlar Skáksambandsmálið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira