Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2023 08:33 Landspítalinn hefur viðurkennt að aðstæður á geðdeild hafi ekki verið fullnægjandi og að hann hafi brugðist starfsfólki. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54