Hinn breiði pensill Seðlabankans Ingólfur Bender skrifar 24. maí 2023 15:01 Verðbólgan á Íslandi er mikil og þrálát um þessar mundir og sameiginlegt verkefni Seðlabankans, hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins að ná henni niður. Verðbólgan jókst umtalsvert á síðasta ári m.a. vegna ójafnvægis á íbúðamarkaði. En árs verðhækkun íbúða fór mest í 25,5% á höfuðborgarsvæðinu í júlí í fyrra. Í nýjasta hefti Peningamála, riti Seðlabankans, segir að þessi hækkun skýrist líklega af miklu misræmi milli framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði enda annaði sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir heimsfaraldurinn ekki aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í kjölfar hans. Með öðrum orðum, þá hefur ekki verið byggt nægjanlega mikið af íbúðum hér á landi á undanförnum árum og hefur það birst í mikilli verðbólgu og kallað á hækkun stýrivaxta. Á skömmum tíma hafa stýrivextir bankans farið úr 0,75% í 8,75%. Ekki mjög nákvæmt stýritæki Vaxtatahækkanir eru tæki sem Seðlabankinn getur beitt til að ná niður verðbólgu. Vaxtatækið er hins vegar eins og að mála með breiðum pensli – þetta er ekki mjög nákvæmt stýritæki. Vaxtahækkanir bankans hafa þannig óæskilegar hliðaverkanir við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Hækkun vaxta dregur úr íbúðauppbyggingu þegar hið gagnstæða er það sem þarf. Þannig er lagður grunnur að því að við lendum aftur í því ástandi sem hóf þessa miklu verðbólgu sem nú er við að etja, þ.e. að ekki verði byggt í takti við þörf. Afleiðingin verður líkt og við þekkjum - verðhækkanir húsnæðis, verðbólga og hærri stýrivextir. Mikil hækkun fjármagnskostnaðar vegur þungt Vextir framkvæmdalána byggingaverktaka hafa hækkað verulega samhliða miklum vaxtahækkunum Seðlabankans. Óverðtryggðir vextir útlána til fyrirtækja hafa hækkað úr því að vera ríflega 4% í upphafi árs 2021 í ríflega 10% nú. Vextir hafa því hækkað um 6 prósentustig á þessu tímabili vaxtahækkana Seðlabankans. Framkvæmdalán byggingaverktaka bera nokkuð hærri vexti og með vaxtahækkun Seðlabankans í morgun munu þeir hækka enn frekar. Ljóst er að þessi mikla hækkun fjármagnskostnaðar við íbúðabyggingar vegur þungt hjá fyrirtækjum sem eru í uppbyggingu íbúða. Framkvæmdatími er um eða yfir 2 ár og enn lengri ef tekið er tillit til þess að nú er sölutregða að leiða til þess að tíminn frá því að til kostnaðar er stofnað við íbúðauppbyggingu hjá verktaka þar til hann fær greiðslu fyrir sölu hefur lengst á tíma hratt hækkandi vaxta. Veruleg áhrif á framboð íbúða Viðbúið er að áhrif hækkunar stýrivaxta á framboð íbúða verði verulegt. Samkvæmt könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins fyrir skömmu segja 88% stjórnenda verktakafyrirtækja sem eru að byggja íbúðir fyrir eigin reikning að hækkandi fjármögnunarkostnaður muni leiða til samdráttar í uppbyggingaráformum þeirra fyrirtækja á íbúðarhúsnæði. Í þessari sömu könnun kom fram að verulegur samdráttur er fram undan í byggingu nýrra íbúða en stjórnendur verktakafyrirtækjanna reikna með því að fjöldi íbúða sem byrjað verður á hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum verði 509 samanborið við 1.473 á síðustu tólf mánuðum. Samdrátturinn nemur 65%. Tryggja þarf fjölbreyttara lóðaframboð Mikilvægt er að tekið verði á þessum hliðaráhrifum hækkunar stýrivaxta. Samtök iðnaðarins hafa bent í því sambandi á að skortur á réttu lóðaframboði og skipulagi fyrir fleiri íbúðir hafi átt stóran þátt í þeim vanda sem skapaðist á íbúðamarkaði og leitt til þess ójafnvægis framboðs og eftirspurnar sem síðan leiddi til verðbólgu og hærri vaxta. Þó lóðaframboð sveitarfélaga sé mismikið er ljóst að enn er töluvert byggingarland fyrir hendi. Því er mikilvægt að sveitarfélög tryggi að ávallt sé fyrir hendi fjölbreyttara lóðaframboð en hefur verið undanfarin ár, þar sem horft er bæði til þéttingarreita og nýrra byggingarsvæða. Með því móti er hægt að koma með skilvirkari hætti í veg fyrir alvarlegt ástand á íbúðamarkaði. Lækkun endurgreiðslu hækkar kostnað við húsbyggingar Einnig hafa Samtök iðnaðarins bent á að fyrirhuguð lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60% í 35% muni hækka kostnað við húsbyggingar og draga úr uppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Munu áhrifin á framboð nýrra íbúða koma fram eftir 2-3 ár. Aðgerðin mun hækka verð íbúða, auka verðbólgu og leiða til hærri vaxta. Lækkunin er boðuð með mjög skömmum fyrirvara eða eins tímabils virðisaukaskatts sem gerir fyrirtækjum ómögulegt að skipuleggja sig út frá breyttum forsendum. Stjórnvöld tryggi stöðugleika í byggingariðnaði Bygginga- og mannvirkjaiðnaður er ein af sveiflukenndustu greinum hagkerfisins. Greinin fylgir hagsveiflunni en með ýktum hætti. Þannig helmingaðist greinin ríflega á tímanum eftir efnahagsáfallið 2008 og dróst tífalt meira saman en hagkerfið gerði á þeim tíma. Síðan þá hefur greinin verið að byggja sig upp aftur og er nú orðin viðlíka í stærð og hún var fyrir fyrrgreint efnahagsáfall. Mikilvægt er að stjórnvöld nýti ekki greinina til sveiflujöfnunar fyrir hagkerfið og tryggi þess í stað stöðugleika í byggingariðnaði. Eykur það getu greinarinnar til að auka framleiðni og byggja íbúðir í takti við þarfir landsmanna. Hætta á að markmið náist ekki Íbúðauppbygging snýst um fólk og þarfir þess. Landsmenn eru um 390 þúsund og hefur fjölgað hratt undanfarið. Framboð íbúða þarf að mæta þörfum þessa fólks. Rammasamningur ríkis við sveitarfélög um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á árunum 2023-2032 markaði skil í stefnumörkun stjórnvalda á sviði húsnæðismála þar sem ríki og sveitarfélög skuldbinda sig með skýrum hætti til að skapa stöðugan húsnæðismarkað og styðja við þróun og uppbyggingu fjölbreytts íbúðarhúsnæðis um land allt. Í ljósi mikilla vaxtahækkana undanfarið og nú síðast hækkun Seðlabankans um 1,25 prósentustig auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda um lækkun á endurgreiðslu er mikil hætta á að þetta markmið náist ekki. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Seðlabankinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan á Íslandi er mikil og þrálát um þessar mundir og sameiginlegt verkefni Seðlabankans, hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins að ná henni niður. Verðbólgan jókst umtalsvert á síðasta ári m.a. vegna ójafnvægis á íbúðamarkaði. En árs verðhækkun íbúða fór mest í 25,5% á höfuðborgarsvæðinu í júlí í fyrra. Í nýjasta hefti Peningamála, riti Seðlabankans, segir að þessi hækkun skýrist líklega af miklu misræmi milli framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði enda annaði sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir heimsfaraldurinn ekki aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í kjölfar hans. Með öðrum orðum, þá hefur ekki verið byggt nægjanlega mikið af íbúðum hér á landi á undanförnum árum og hefur það birst í mikilli verðbólgu og kallað á hækkun stýrivaxta. Á skömmum tíma hafa stýrivextir bankans farið úr 0,75% í 8,75%. Ekki mjög nákvæmt stýritæki Vaxtatahækkanir eru tæki sem Seðlabankinn getur beitt til að ná niður verðbólgu. Vaxtatækið er hins vegar eins og að mála með breiðum pensli – þetta er ekki mjög nákvæmt stýritæki. Vaxtahækkanir bankans hafa þannig óæskilegar hliðaverkanir við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Hækkun vaxta dregur úr íbúðauppbyggingu þegar hið gagnstæða er það sem þarf. Þannig er lagður grunnur að því að við lendum aftur í því ástandi sem hóf þessa miklu verðbólgu sem nú er við að etja, þ.e. að ekki verði byggt í takti við þörf. Afleiðingin verður líkt og við þekkjum - verðhækkanir húsnæðis, verðbólga og hærri stýrivextir. Mikil hækkun fjármagnskostnaðar vegur þungt Vextir framkvæmdalána byggingaverktaka hafa hækkað verulega samhliða miklum vaxtahækkunum Seðlabankans. Óverðtryggðir vextir útlána til fyrirtækja hafa hækkað úr því að vera ríflega 4% í upphafi árs 2021 í ríflega 10% nú. Vextir hafa því hækkað um 6 prósentustig á þessu tímabili vaxtahækkana Seðlabankans. Framkvæmdalán byggingaverktaka bera nokkuð hærri vexti og með vaxtahækkun Seðlabankans í morgun munu þeir hækka enn frekar. Ljóst er að þessi mikla hækkun fjármagnskostnaðar við íbúðabyggingar vegur þungt hjá fyrirtækjum sem eru í uppbyggingu íbúða. Framkvæmdatími er um eða yfir 2 ár og enn lengri ef tekið er tillit til þess að nú er sölutregða að leiða til þess að tíminn frá því að til kostnaðar er stofnað við íbúðauppbyggingu hjá verktaka þar til hann fær greiðslu fyrir sölu hefur lengst á tíma hratt hækkandi vaxta. Veruleg áhrif á framboð íbúða Viðbúið er að áhrif hækkunar stýrivaxta á framboð íbúða verði verulegt. Samkvæmt könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins fyrir skömmu segja 88% stjórnenda verktakafyrirtækja sem eru að byggja íbúðir fyrir eigin reikning að hækkandi fjármögnunarkostnaður muni leiða til samdráttar í uppbyggingaráformum þeirra fyrirtækja á íbúðarhúsnæði. Í þessari sömu könnun kom fram að verulegur samdráttur er fram undan í byggingu nýrra íbúða en stjórnendur verktakafyrirtækjanna reikna með því að fjöldi íbúða sem byrjað verður á hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum verði 509 samanborið við 1.473 á síðustu tólf mánuðum. Samdrátturinn nemur 65%. Tryggja þarf fjölbreyttara lóðaframboð Mikilvægt er að tekið verði á þessum hliðaráhrifum hækkunar stýrivaxta. Samtök iðnaðarins hafa bent í því sambandi á að skortur á réttu lóðaframboði og skipulagi fyrir fleiri íbúðir hafi átt stóran þátt í þeim vanda sem skapaðist á íbúðamarkaði og leitt til þess ójafnvægis framboðs og eftirspurnar sem síðan leiddi til verðbólgu og hærri vaxta. Þó lóðaframboð sveitarfélaga sé mismikið er ljóst að enn er töluvert byggingarland fyrir hendi. Því er mikilvægt að sveitarfélög tryggi að ávallt sé fyrir hendi fjölbreyttara lóðaframboð en hefur verið undanfarin ár, þar sem horft er bæði til þéttingarreita og nýrra byggingarsvæða. Með því móti er hægt að koma með skilvirkari hætti í veg fyrir alvarlegt ástand á íbúðamarkaði. Lækkun endurgreiðslu hækkar kostnað við húsbyggingar Einnig hafa Samtök iðnaðarins bent á að fyrirhuguð lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60% í 35% muni hækka kostnað við húsbyggingar og draga úr uppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Munu áhrifin á framboð nýrra íbúða koma fram eftir 2-3 ár. Aðgerðin mun hækka verð íbúða, auka verðbólgu og leiða til hærri vaxta. Lækkunin er boðuð með mjög skömmum fyrirvara eða eins tímabils virðisaukaskatts sem gerir fyrirtækjum ómögulegt að skipuleggja sig út frá breyttum forsendum. Stjórnvöld tryggi stöðugleika í byggingariðnaði Bygginga- og mannvirkjaiðnaður er ein af sveiflukenndustu greinum hagkerfisins. Greinin fylgir hagsveiflunni en með ýktum hætti. Þannig helmingaðist greinin ríflega á tímanum eftir efnahagsáfallið 2008 og dróst tífalt meira saman en hagkerfið gerði á þeim tíma. Síðan þá hefur greinin verið að byggja sig upp aftur og er nú orðin viðlíka í stærð og hún var fyrir fyrrgreint efnahagsáfall. Mikilvægt er að stjórnvöld nýti ekki greinina til sveiflujöfnunar fyrir hagkerfið og tryggi þess í stað stöðugleika í byggingariðnaði. Eykur það getu greinarinnar til að auka framleiðni og byggja íbúðir í takti við þarfir landsmanna. Hætta á að markmið náist ekki Íbúðauppbygging snýst um fólk og þarfir þess. Landsmenn eru um 390 þúsund og hefur fjölgað hratt undanfarið. Framboð íbúða þarf að mæta þörfum þessa fólks. Rammasamningur ríkis við sveitarfélög um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á árunum 2023-2032 markaði skil í stefnumörkun stjórnvalda á sviði húsnæðismála þar sem ríki og sveitarfélög skuldbinda sig með skýrum hætti til að skapa stöðugan húsnæðismarkað og styðja við þróun og uppbyggingu fjölbreytts íbúðarhúsnæðis um land allt. Í ljósi mikilla vaxtahækkana undanfarið og nú síðast hækkun Seðlabankans um 1,25 prósentustig auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda um lækkun á endurgreiðslu er mikil hætta á að þetta markmið náist ekki. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun