Börsungar unnu stórsigur | Atlético Madrid heldur í við nágranna sína Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 19:00 Ansu Fati skoraði tvö fyrir Barcelona í dag. David Ramos/Getty Images Níu leikir í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu voru leiknir samtímis í dag. Barcelona vann öruggan 3-0 sigur gegn Mallorca og Atlético Madrid getur enn stolið öðru sætinu af nágrönnum sínum í Rea Madrid eftir 2-1 sigur gegn Real Sociedad. Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira