Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður 70 ára 1. júní Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2023 10:31 Byggðasafn Árnesinga verður 70 ára fimmtudaginn 1. júní en hér má sjá Húsið á Eyrarbakk en það hús á Eyrarbakka, Kirkjubær, Eggjaskúrinn og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka eru opin alla daga kl. kl. 10-17 og er sjón sögu ríkari. Aðsend Þann 1. júní næstkomandi eru liðinn 70 ár síðan farið var að skrá gripi til Byggðasafns Árnesinga og safn varð til. Það var Skúli Helgason frá Svínavatni sá um söfnunina og mótaði grunnsýningu safnsins sem var til 1995 á Selfossi en síðan í Húsinu á Eyrarbakka. Í aðfangabók Skúla eru fyrstu gripirnir skráðir 1. júní 1953 þegar hann tók við munum frá Arnarstöðum í Flóa. Stöðug söfnun hefur verið við safnið síðan og nálgast skráðir gripir á áttunda þúsund með undirsöfnum. „Í tilefni afmælisins setti safnið á fót Ásgrímsleiðina ásamt Listasafni Árnesinga sem heldur upp á 60 ára afmæli sitt og Listasafni Íslands. Minnt er á einn fremsta listamann þjóðarinnar sem fæddist í Árnessýslu og var Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari frá Rútsstaða-Suðurkoti í Flóa. Kynntir eru sögustaðir Ásgríms og söfnin þrjú sem tengjast Ásgrími, Listasafn Íslands sem varðveitir gjöf hans til þjóðarinnar, Listasafn Árnesinga sem varðveitir listaverk eftir hann og Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar dvaldi Ásgrímur í rúm tvö ár á mótunarárum sínum,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga og bætir við að í ferðinni sé fólk hvatt til þess að ferðast um söfnin, uppeldisslóðir Ásgríms og vitja grafreits hans í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka er sýning um æsku Ásgríms, „Drengurinn, fjöllin og Húsið“. Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga, sem er duglegur að hjóla og hreyfa sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vefsýning í tilefni af 70 ára afmælinu Í tilefni 70 ára afmælinu hefur verið sett um vefsýning á síðunni www.sarpur.is sem er gagnagrunnur íslenskra safna. Þar er safnið kynnt ásamt vel völdum safnmunum úr safnkosti safnsins. Á sýningunni eru kynntir gripir úr öllum gömlu sveitarfélögum Árnessýslu. Mestallur safnkostur Byggðasafns Árnesinga er skráður í Sarp og geta allir áhugasamir kynnt sér gripi sem eiga sér uppruna í þessu stóra og fjölmenna héraði. Hlutverk safnsins Stofnun Byggðasafns Árnesinga var á vegum Sýslunefndar Árnessýslu en núverandi eigandi safnsins er Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga sýslunnar. Hlutverk safnsins er söfnun, varðveisla, rannsóknir og miðlun á menningaminjum héraðsins. Safnið heldur uppi grunnsýningu í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum, Kirkjubæ og Sjóminjasafninu. Einnig sér safnið um Rjómabúið á Baugsstöðum. Innri aðstaða safnsins er að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Við safnið starfa þrír fagmenntaðir starfsmenn auk lausráðinna starfsmanna yfir sumartímann. Í söfnum er leitast við að svara spurningunni hver erum við? Hvert var fólkið sem byggði þetta samfélag? Söfn segja sögu með gripum og geyma í sér ákveðin minni. Söfn varðveita því menningu heilla byggðalaga og eru því samfélagslega mikilvæg. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Árborg Söfn Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Í tilefni afmælisins setti safnið á fót Ásgrímsleiðina ásamt Listasafni Árnesinga sem heldur upp á 60 ára afmæli sitt og Listasafni Íslands. Minnt er á einn fremsta listamann þjóðarinnar sem fæddist í Árnessýslu og var Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari frá Rútsstaða-Suðurkoti í Flóa. Kynntir eru sögustaðir Ásgríms og söfnin þrjú sem tengjast Ásgrími, Listasafn Íslands sem varðveitir gjöf hans til þjóðarinnar, Listasafn Árnesinga sem varðveitir listaverk eftir hann og Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar dvaldi Ásgrímur í rúm tvö ár á mótunarárum sínum,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga og bætir við að í ferðinni sé fólk hvatt til þess að ferðast um söfnin, uppeldisslóðir Ásgríms og vitja grafreits hans í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka er sýning um æsku Ásgríms, „Drengurinn, fjöllin og Húsið“. Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga, sem er duglegur að hjóla og hreyfa sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vefsýning í tilefni af 70 ára afmælinu Í tilefni 70 ára afmælinu hefur verið sett um vefsýning á síðunni www.sarpur.is sem er gagnagrunnur íslenskra safna. Þar er safnið kynnt ásamt vel völdum safnmunum úr safnkosti safnsins. Á sýningunni eru kynntir gripir úr öllum gömlu sveitarfélögum Árnessýslu. Mestallur safnkostur Byggðasafns Árnesinga er skráður í Sarp og geta allir áhugasamir kynnt sér gripi sem eiga sér uppruna í þessu stóra og fjölmenna héraði. Hlutverk safnsins Stofnun Byggðasafns Árnesinga var á vegum Sýslunefndar Árnessýslu en núverandi eigandi safnsins er Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga sýslunnar. Hlutverk safnsins er söfnun, varðveisla, rannsóknir og miðlun á menningaminjum héraðsins. Safnið heldur uppi grunnsýningu í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum, Kirkjubæ og Sjóminjasafninu. Einnig sér safnið um Rjómabúið á Baugsstöðum. Innri aðstaða safnsins er að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Við safnið starfa þrír fagmenntaðir starfsmenn auk lausráðinna starfsmanna yfir sumartímann. Í söfnum er leitast við að svara spurningunni hver erum við? Hvert var fólkið sem byggði þetta samfélag? Söfn segja sögu með gripum og geyma í sér ákveðin minni. Söfn varðveita því menningu heilla byggðalaga og eru því samfélagslega mikilvæg. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga
Árborg Söfn Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira