Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2023 21:06 Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi. Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira