Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 20:06 Gréta Sóley Ingvarsdóttir með þrjá dagsgamla unga í fanginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra. Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira