Telur tilefni til að ítreka tíu af ellefu úrbótatillögum frá 2018 Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 14:53 Eftuirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda er sagt yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 varðandi eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“ Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira