Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2023 20:31 Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum, sem segir best í heimi að vera sauðfjárbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Það er alltaf gaman að koma við á Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi en það er glæsilegt setur, sem fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári. En af hverju er verið að gera sauðkindinni svona hátt undir höfði á safninu ? „Okkur finnst hún bara eiga það skilið að henni sé gert hátt undir höfði. Á þessu svæði er mikill sauðfjárbúskapur, mikið af bændum og okkur fannst bara skemmtilegt og tilefni til að lyfta þeim aðeins upp og setja upp þessa sýningu um sauðfjárbúskapinn,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur sauðkindarinnar er alltaf haldinn hátíðlegur á Suðurlandi á haustin þar sem verið er að dæma féð. „Það að vera fjárbóndi, það er bara lífið, það er það besta. En þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað til þess að lifa af en það að vera fjárbóndi er það er bara best í heimi,“ segir Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum. En eru kindurnar mismunandi karakterar eða? „Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð því eftir því sem maður eldist þá verð ég ekki eins kraftmikil, þess vegna verð ég að hafa féð minna,“ segir Sigríður. Það er fátt skemmtilegra en að fara í réttir á haustin þegar íslenska sauðkindin er annars vegar og góður söngur á eftir hjá fjallmönnum og gestum þeirra eins og er svo áberandi í Tungnaréttum í Bláskógabyggð, þar er alltaf sungið og sungið. Sungið í Tungnaréttum. Þrír bræður frá Kjóastöðum í Biskupstungum eru hér fremst á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í þætti kvöldsins, „Mig langar að vita“ var fjallað um íslensku sauðkindina frá ýmsum hliðum. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Hlynur Hreiðarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Rangárþing ytra Strandabyggð Mig langar að vita Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það er alltaf gaman að koma við á Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi en það er glæsilegt setur, sem fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári. En af hverju er verið að gera sauðkindinni svona hátt undir höfði á safninu ? „Okkur finnst hún bara eiga það skilið að henni sé gert hátt undir höfði. Á þessu svæði er mikill sauðfjárbúskapur, mikið af bændum og okkur fannst bara skemmtilegt og tilefni til að lyfta þeim aðeins upp og setja upp þessa sýningu um sauðfjárbúskapinn,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur sauðkindarinnar er alltaf haldinn hátíðlegur á Suðurlandi á haustin þar sem verið er að dæma féð. „Það að vera fjárbóndi, það er bara lífið, það er það besta. En þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað til þess að lifa af en það að vera fjárbóndi er það er bara best í heimi,“ segir Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum. En eru kindurnar mismunandi karakterar eða? „Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð því eftir því sem maður eldist þá verð ég ekki eins kraftmikil, þess vegna verð ég að hafa féð minna,“ segir Sigríður. Það er fátt skemmtilegra en að fara í réttir á haustin þegar íslenska sauðkindin er annars vegar og góður söngur á eftir hjá fjallmönnum og gestum þeirra eins og er svo áberandi í Tungnaréttum í Bláskógabyggð, þar er alltaf sungið og sungið. Sungið í Tungnaréttum. Þrír bræður frá Kjóastöðum í Biskupstungum eru hér fremst á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í þætti kvöldsins, „Mig langar að vita“ var fjallað um íslensku sauðkindina frá ýmsum hliðum. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Hlynur Hreiðarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Rangárþing ytra Strandabyggð Mig langar að vita Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira