Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 06:56 Engar reglur virðast vera í gildi til að tryggja að hjón fái að dvelja saman á hjúkrunarheimili. Getty Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira