Reif sig úr spjörunum eftir sýningu og óskaði sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2023 13:59 Háskólabíó veturinn 1975. Þann vetur slógu bíómyndirnar Chinatown og Godfather 2 í gegn. Wikimedia Commons/Szilas Bíóunnendur eru ýmist í áfalli eða í ferðalagi niður slóðir nostalgíunnar eftir að tilkynnt í gær að fólk hefði út mánuðinn til að horfa á bíómynd í Háskólabíó í síðasta skipti. Minningarnar eru margar enda ljóst að tilkoma bíósins um miðja síðustu öld hafði mikil áhrif á menningarlíf landsmanna. Egill Helgason sjónvarpsmaður segir upphafið að ást hans á kvikmyndum hafa verið í Háskólabíó. Hann er meðal bíóunnenda sem tjá sig á Facebook á þessum tímamótum. „Þessi stórfenglega bygging reis upp úr melunum innan um skólana sem ég gekk í: Hagaborg, Melaskóla, Hagaskóla. Ég hef varla verið nema svona sjö ára þegar ég fór að venja komur mínar í Háskólabíó. Best fannst mér að fara einn á fimmsýningar og eiga næstum allan salinn. Það voru alls konar myndir í boði og ekki allar frábærar (Carry On!) - en ég man líka eftir aukamyndunum sem voru á undan sjálfri bíósýningunni. Þær komu frá Bretlandi og sýndu yfirleitt drottningarmóðurina opna blómasýningar. Ég er náttúrlega að tala um stóra salinn í Háskólabíói - hann er alltaf jafn tilkomumikill með sínu risastóra tjaldi,“ segir Egill. Frá vígslu Háskólabíó þann 6. október 1961.háskóli íslands „Seinna var reist nýbygging við Háskólabíó. Hún er eiginlega ekki verðug þess að standa við hlið gamla hússins og bíósalirnir sem þar eru bjóða ekki upp á mikil þægindi eða sýningargæði. Því er skilanlegt að hætt sé að sýna bíó þarna vesturfrá, aðsóknin hefur jú minnkað mikið. En hið gamla Háskólabíó lifir í minningunni sem glæsilegasti kvikmyndasalur landsins og þótt víðar væri leitað. Ævintýrahöll - og einhver magnaðasta bygging á Íslandi.“ Athugasemdir landsmanna á samfélagsmiðlum skipta þúsundum. Fólk minnist eftirminnilegra stunda. Þarna sá fólk Superman, Titanic, Forrest Gump, Four Weddins and a Funeral svo einhverjar myndir séu nefndar af handahófi. Superman, Grease, Footloose. Stundum hristist stóri salurinn af hlátri. Stundum ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Háskólabíó var vígt þann 6. október 1961 á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Byggingin var hönnuð af Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og reist á árunum 1956-1961. Það er í eigu Sáttmálasjóðs en 17. október 1941 var ákveðið að sjóðurinn skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans sem upphaflega var opnað í Tjarnarbíói 1942. Húsið var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og minni sýningarsali. Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við Senu um leigu á sýningaraðstöðunni sem nú rennur sitt skeið. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagúrú sem heldur úti kvikmyndavefnum Klapptré man eftir bíóferð árið 1974. „Ég var tíu ára og fór með yngri bræður mína í strætó úr Hafnarfirði að sjá endursýnda The Sound of Music. Okkur þótti þetta nokkuð sport að fara einir í slíka langferð og myndin var stórfengleg,“ segir Ásgrímur. Hann minnist þess að hafa séð stórmyndina King Kong í kringu 1978. Þá hafi röð bíógesta ná langleiðina að Suðurgötu. Reiddist Lars von Trier „Íslensku myndirnar á fyrstu Kvikmyndahátíð Listahátíðar sama ár - Bóndi eftir Þorstein Jónsson, Ern eftir aldri og 240 fiskar fyrir kú eftir Magnús Jónsson, Gegnum gras yfir sand eftir Þorstein Úlfar Björnsson. Grease og Superman ca. ári síðar og svo Brennu-Njáls saga eftir Friðrik Þór 1980.“ Ásgrímur telur upp fleiri eftirminnilegar bíóferðir. „Cinema Paradiso 1990 með Gísla Snæ og um okkur hríslaðist hinn sæli harmur, Fargo 1996, Crouching Tiger, Hidden Dragon 2000, Dancer in the Dark 2000 - fátt í salnum og í lokasenunni þegar aftakan fer fram mátti heyra ekkasog hér og þar í þögninni rétt áður en... Þá reiddist ég Lars von Trier, vegna þess að kjarninn í bíóupplifuninni er ekki aðeins hin sameiginlega altarisganga með fólkinu sem horfir með þér - eins og í kirkju - heldur um leið þitt prívatsamband við kvikmyndina/guð.“ Ásgrímur segir stóra salinn í Háskólabíó enn besta frumsýningarsal landsins. „Frumsýningar íslenskra kvikmynda verða áfram í stóra salnum held ég og sem betur fer, nú tíðkast stundum að frumsýna í mörgum sölum í öðrum bíóum og það er ekki góð stemmning, þetta snýst um sameiginlega upplifun. En lengi hefur verið ljóst í hvað stefndi, af einhverjum ástæðum hefur aðsóknin í Háskólabíó verið dræm. En góðu fréttirnar eru þær að bíóaðsókn er að ná sér upp og komin fast að 90% miðað við 2019, eftir að hafa farið niður í um 40% í faraldrinum. Og hlutur íslenskra mynda er sem stendur hærri en nokkru sinni fyrr, eða rúm 20% af heildaraðsókninni í ár.“ Herra- og sýningarmenn Ásgrímur minnist líka sýningarmannanna í bíóinu, þeirra herramanna Friðjóns Guðmundssonar og Guðjóns Baldurssonar - og auðvitað bíóstjórans Friðberts Pálssonar. „Sérkapítuli er svo tíminn í kringum 1985 þegar Kári Eiríksson réði ríkjum í myndbandadeildinni á tíma Friðberts og sagði vídeómógúlum um land allt að keyra toppinn af þessu og hafa svo samband um hæl. Eitt sinn var ég í heimsókn hjá honum í kjallara bíósins um hádegisbil þegar hann dregur mig upp í stóra sal þar sem verið var að prufukeyra Nostalgiu Tarkovskys - að meistaranum sjálfum viðstöddum, Vigdísi forseta, Thor Vilhjálms og fleirum. Þau sátu öll á fremsta bekk þegar myndin byrjaði, við Kári settumst í sætaröð við anddyrið. Aðrir voru ekki í salnum. Myndin hófst og það var þoka. Lengi. Mjög lengi. Líklega hátt í tíu mínútur. Svo kom Volkswagen inn í rammann og staðnæmdist. Fólk steig út úr bílnum og gekk inn í þokuna. Við Kári litum hvor á annan, stóðum upp og gengum út. Sá myndina nokkrum árum síðar. Algert pípandi masterpís.“ Háskólabíó vígt haustið 1961. Að sjálfsögðu var flaggað við það tilefni. Viðbyggingin, sem hýsir bíósalina sem notaðir hafa verið í almennar sýningar undanfarin ár, var byggð síðar.Háskóli Íslands Skarphéðinn Guðmundsson, sjónvarpsstjóri á RÚV, segir Háskólabíó botnlausan brunn af sæluminningum. „Maður lætur hugann reika og tappar svo einhvern tímann af. Mögulega var Koppafeiti þó fyrst. Beðið í röð sem náði alla leið að Suðurgötu. Í það minnsta í minningunni. Eða þá Bugsy Malone. Ógleymanlegar bíóferðir tvær eins og svo óteljandi margar aðrar. Skrásetti á námsárum stórmerka sögu bíósins og forverans Tjarnarbíós sem því miður er gleymd og glötuð, mögulega einhvers staðar á ónothæfum rykföllnum floppídiski sem seint eða aldrei mun finnast. Grábölvað.“ Teitur Torkelsson leiðsögumaður minnist þess að hafa skellt sér á bæði Grease og Star Wars í Háskólabíó. Stórmyndir síns tíma. Ljósastjörnur á framveggnum í rökkrinu Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennari, leiðir hugann að húsinu sjálfu. „Sérstaklega að standa upp'á Hólatorgi og sjá alla leiðina niðr'á bíóhúsið þar sem ljósastjörnurnar fögru á framveggnum skinu í rökkrinu. Eins og í ævintýri, því þá var hvorki trjágróður né bensínstöð út í götu sem skyggði á hina glæsilegu byggingu. Og svo skeiðaði ég niður Ljósvallagötu og Birkimel til að sjá þau Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald. Sat í bæði skiptin á 1. bekk og fannst ég geta snert þau,“ rifjar Guðríður Adda upp. Röð í bíó í Háskólabíó sem hefur ekki verið algeng sjón hin síðari ár þó undantekningar hafi verið á því.Sveinbjörn P Edda Agnarsdóttir myndlistakona talar á svipuðum nótum. „Sammála algjört draumahús í minningunni, man eftir að hafa hlaupið nokkrum sinnum út á hornið við Ljósvallagötu og Hringbraut í myrkri til að bera það augum með allri ljósastjörnu dýrðinni í veggnum að framan sem mér fannst undur og stórfenglegt.“ Helga Möller söngkona og Eurovision-fari á margar minningar frá hverfinu. „Ljúfur vettvangur æsku- og unglingsáranna við Hagatorg. Melaskóli, fallegastur allra skóla, „Hagaskóli Íslands“ og svo Háskólabíó velkomin viðbót með öllum sínum ævintýrastundum. Síðar grímu- og jólaböll á Hótel Sögu.“ Mánudagsmyndirnar stóðu fyrir sínu Fjöldi fólks minnist Mánudagsmyndanna þar sem listrænni myndir fengu að eiga sviðið og sinntu þörf margra unnenda slíkra kvikmynda. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi segir Mánudagsmyndirnar hafa breytt miklu og opnað nýjan heim. Undir það tekur Bogi Ágústsson fréttaþulur. „Hér hefur réttilega verið minnst á mánudagsmyndirnar sem áttu stóran þátt í kvikmyndauppeldi margra. Sjálfur varð ég elskur að mörgum leikstjórum frönsku nýbylgjunnar mest þó François Truffaut. Svo má minnast þess að maður fékk ókeypis inn á háskólaárunum,“ segir Bogi. Ekki ónýtt að geta skellt sér ókeypis í bíó, fátækur stúdentinn. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur er miður sín. „Eitthvað hátíðlegt við að fara á sýningar í Háskólabíói. Ef til vegna þess hvað ég tengi það sterkt frumsýningum á íslenskum myndum og hátíðasýningum á erlendum. Auk alls konar kvikmyndatengdra viðburða. Að ógleymdum mánudagsmyndunum.“ Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og vesturbæingur, rifjar upp gamlar stundir. „Ég man að Sigurður Pálsson lýsti upplifum sinni þegar hann kom í Háskólabíó í fyrsta sinn. Það var upplifun að lesa lýsingu skáldsins. Háskólabíó var teiknað af einum sterkasta arkitekt landsins, Gunnlaugi Halldórssyni og félaga hans Guðmundi Kr. Kristinssyni.“ Reif sig úr spjörunum og óskaði sér Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, segir góðan vitnisburð um Háskóla Íslands að hann skuli hafa staðið að byggingu svona glæsilegs húss, sem hafi verið einn helsti samkomustaður þjóðarinnar í áratugi, eða þar til Harpa kom til sögunnar. Skúli Gautason leikstjóri minnist Jónsmessusýningar árið 1984 á myndinni hennar Kristínar Jóhannesdóttur, Á hjara veraldar. „Sigurður heitinn Pálsson hafði skrifað smá leikþátt sem ég flutti ásamt fleirum í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur á litlu sviði í anddyrinu fyrir sýningu myndarinnar. Eftir að þessari mögnuðu mynd lauk fóru aðstandendur og bíógestir út á Hagatorg, mynduðu geysistóran hring og tengdu saman hendur. Þetta varð magnþrungin stund og Kristín hrópaði að upp væri runnin óskastund, nú þyrfti að velta sér nakinn upp úr dögginni og óska sér. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, reif mig úr spjörunum og velti mér og óskaði mér. En ég má ekki segja hvort hún rættist, óskin sú.“ Gunnar Smári Egilsson sósíalisti og fjölmiðlamiður stingur niður penna. „Svona er lífið, öll bíóin farin nema Laugarásbíó. Gamla bíó, Nýja bíó, Stjörnubíó, Austurbæjarbíó, Tónabíó, Hafnarbíó og Tjarnarbíó. Þar var Fjalakötturinn þegar ég var unglingur, bilunargjörn sýningarvél með linsu sem passaði ekki við tjaldið. Einhver sagði að hún hefði verið keypt notuð af pakistanska hernum. Einu sinni dofnaði peran í vélinni og myndin á tjaldinu dökknaði þegar á leið, varð í lokin aðeins óljósir draugar í myrkrinu. Þetta er ein áhrifamesta kvikmyndasýning sem ég hef sótt. Og nú er Háskólabíó búið að loka. Við gamla fólkið getum grátið alla daga yfir öllu því sem er horfið. Bráðum hverfum við líka, peran í sýningarvélinni dofnar.“ Hvar er miðasalan? Martin Swift, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, segir alltaf jafn sætt þegar fólk bankar upp á í andyri Háskólabíós og spyr hvar miðasalan sé. „Algengt er að þar sé um að ræða eldri hjón sem ætla að gera sér dagamun og kaupa sér bíómiða. Dagamun, segi ég án þess að þekkja sérstaklega til, en álykta einfaldlega að svo sé vegna þess að reglulegir gestir kvikmyndahúsa þekkja það að miðasalan færðist fyrir mörgum árum yfir í nýbygginguna enda hefur stóri salur Háskólabíós ekki verið notaður til almennra kvikmyndasýninga í kannski um tvo áratugi. Það eru vissulega þáttaskil í sögu bygginarinnar að kvikmyndasýningum sé hætt, en hún hefur þó mótast talsvert í áranna rás, rétt eins og húsið sjálft.“ Ægir Guðbjarni Sigmundsson lögmaður fór á frumsýningu Fooloose þar sem Kevin Bacon fór á kostum. „Troðfullur salur, setið í öll sætum, á öllum gangvegum og á sviðinu sjálfu. Tryllt stemming.“ Bræður skammaðir og hent í bað Sveinn Hjörtur Guðfinnsson sá Grease í mars 1978. „Árið 1978 í marsmánuði fór ég í bíó með Stefáni bróður mínum og Lárusi vini hans og við sáum kvikmyndina Grease var þá sýnd í Háskólabíó. Ég man hvar ég sat - í sætaröðinni fyrir ofan innganginn vinstra megin í salnum. Þetta var upphaf á kvikmynd sem ég svo sá reglulega - og geri enn,“ segir Sveinn og heldur áfram. Sveinn Hjörtur skellti sér á Grease og varð uppnuminn. „Þegar haldið var heim á leið var komið við í Langholtspóteki en við bjuggum þá í Álfheimum. Þeir Stefán og Lárus keyptu túpu af brillentín, alveg eins og Danny og vinir hans notuðu. Þetta var feitkennt krem í túpu. Stefán og Lárus voru ekki vissir um að nota þessa feiti í hárið. Hún virtist eins og smjör. Hvernig var svo að ná þessu úr hárinu? Ég varð því tilraunadýr í þessu og hálf túpan fyllti lófanna hjá Stefáni og hann smurði þessu í mig, greiddi mér svo myndarlega og sagði: „Nú ertu eins og Danny!““ Þegar heim var komið var Stefán skammaður og Sveini hent í bað. „Mamma ætlaði aldrei að ná feitinni úr hárinu og í marga daga mátti sjá fitugt hárið. En í stuttan tíma varð ég eins og Stefán sagði - Danny Zuko!“ Sveinn er hugsi yfir breytingunum. „Nú á að loka Háskólabíói sem kvikmyndahúsi. Það er sérstakt því maður lagði á sig sem pjakkur að fara í Háskólabíó til að sjá kvikmynd. Tíðarandinn annar og margt að breytast hratt. Háskólabíó varð svo örlagavaldur í lífi mínu nokkrum sinnum. Ég vann þar einu sinni í aukavinnu við að þrífa bíóið. Fór svo seinna vaktferðir sem öryggisvörður. Bíómenningin virðist vera að breytast. Danny Zuko breytist líka því Travolta er sköllóttur og blessuð Sandy er dáin. Kannski mun bíóið við Hagatorg nýtast með öðrum hætti? Kannski? En eitt er öruggt og það er að í hár mitt hefur brillentín aldrei komið aftur nema hér um árið 1978.“ Blóðið sem rennur um æðar í flokki 107 Þórarinn Þórarinsson blaðamaður og bíógúrú er í uppnámi vegna tíðindanna, ef marka má færslu hans á Facebook. „Hneit þar! Háskólabíó að hætta að vera bíó!!! Hvaða öfugsnúna sturlun er þetta eiginlega? Blóðið sem rennur um æðar mínar er í flokki 107 þannig að sú tilkomumikla bygging sem hýsir Háskólabíó hefur eðlilega verið kvikmyndahús lífs míns og þar var grunnurinn að bíóuppeldi mínu lagður og í því kvikmyndahúsi líður mér enn alltaf best. Það er að segja þangað til um mánaðamótin.“ Þórarinn á margar og ljúfar minningar úr Háskólabíói. „Og tengjast margar tíðum bíóferðum með afa þar sem við röltum af Hofsvallagötunni yfir í Háskólabíó og mér fannst auðvitað nánast yfirnáttúrlegt að þegar maður fór með afa í bíó þurfti aldrei að borga. Hann lyfti bara hattinum og dyravörðurinn kinkaði ábúðarfullur kolli og við skunduðum inn,“ segir Þórarinn. Fann hvað foreldrum þótti vænt um sig „Afi var vitaskuld þekktur fimmbíókall og skrapp stundum í bíó bara til þess að slappa af og átti það til, sérstaklega á meðan hann var á þingi, að fara út í hléi og klára myndina síðar í betra tómi.“ Þórarinn Þórarinsson, afi Þórarins og ritstjóri Tímans, í viðtali sem frægur fimmbíómaður. Sögurnar flæða í færslu Þórarins. „Þá er auðvitað ógleymanlegt þegar ég fór, tæplega átta ára, á kvöldsýningu á Grease með mömmu (pabbi nennti ekki að sjá myndina) bara til þess að sjá treilerinn úr Superman. Síðar það sama ár varð fallegasta Háskólabíó minningin mín til þegar pabbi og mamma skiptust á að hlýja sér í bílnum og standa í kuldanum í miðasölubiðröðinni á Superman sem náði lengst út á Suðurgötu. Finn enn í hjartanu þegar ég rifja þetta upp hversu sterkt ég fann hvað foreldrum mínum þótti vænt um mig og tóku bíóuppeldishlutverk sitt alvarlega með því að leggja þetta á sig fyrir mig fyrstu sýningarhelgina.“ Fleiri bíóferðir eru minnisstæðar. „Við systkinin lærðum líka að varast dverginn og fengum albínóafóbíu þegar ma og pa fóru með okkur á Foul Play fyrir margt löngu og síðan sá maður auðvitað Ránið á týndu örkinni, eina allra bestu kvikmynd sem gerð hefur verið, þrisvar sinnum með stuttu millibili í Háskólabíói,“ segir Þórarinn. Rafmagnið fór af í miðri mynd „Mörgum árum síðar upplifði ég svo eitthvert stórkostlegasta móment mitt sem foreldri og nörd þegar við, stelpan sem ég sá Footloose með í Háskólabíói í 80´s-inu, fórum með frumburðinn okkar sex ára að sjá Star Wars Special Edition í stóra salnum. Þá fékk ég bæði gæsahúð og fór að gráta undir opening crawlinu þegar ég fékk að vera barn við hliðina á barninu mínu. Og svona mætti lengi telja. Háskólabíó er bíóhöll minninga minna og þar sáum við strákarnir Terminator, Robocop, The Untouchables og Shirley Valentine að ógleymdri Fatal Attraction á ellefu sýningu sem dróst töluvert fram á nóttina vegna þess að rafmagnið fór í miðri mynd þannig að í minningunni standa kanínan í pastapottinum og biðin eftir rafmagninu frammi í anddyrinu upp úr í minningunni. Ég elska Háskólabíó og er harmi sleginn.“ Ofurhetjur komi ekki til bjargar Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður rifjar upp fyrsta skipti sem hann fór í bíóið. Cristhopher Reeve var sjálfur Superman. „Ég fór með afa Kristjóni og hef ábyggilega verið mjög ungur. Við afi sáum svarthvíta grínmynd á þrjúbíó og ég man tvö atriði úr myndinni — annars vegar komu tugir manna út úr einum bíl og ég velti því fyrir mér í mörg ár hvort þeir hefðu allir verið inni í bílnum eða hvernig þetta hefði annars verið gert. Ég man að ég spurði afa en hann vildi ekki upplýsa mig um þetta. Kannski hefur hann verið farinn að dotta yfir myndinni. Hitt atriðið snerist um að brjóstmynd af einhverjum kalli reyndist skyndilega vera úr svo mjúkum leir að einhver gat breytt andlitsdráttunum, og gerði það snarlega, en ekki man ég af hverju. Ég sé bæði þessi atriði ennþá fyrir mér, örstuttar, svarthvítar höktandi myndir, nánast eins og gömul súper 8 þótt þetta hafi verið risatjaldið í Háskólabíói.“ Hann eigi ótal ógleymanlegar minningar úr Háskólabíói. „Alveg óteljandi reyndar, en allra eftirminnilegastar eru „mánudagsmyndirnar“ en í mörg ár sýndi bíóið listrænar og „öðruvísi“ myndir á mánudögum og þar sá maður fullt af skrýtnum myndum og sannkölluð listaverk inn á milli. Mánudagsmyndirnar gerðu mig að þroskaðri og hæfari bíógesti en ella, og mér finnst það tómur drulluaumingjaskapur hjá bíóstjórum nútímans að geta ekki sýnt okkur stöku sinnum eitthvað annað en ofurhetjuflóðið sem virðist nú einrátt í kvikmyndahúsunum.“ Illugi segir að ofurhetjur muni ekki bjarga bíóhúsunum. „Heldur fólk sem hefur lært að horfa á allskonar myndir og verður háð því eins og ég var í mörg ár sitjandi alltaf aftarlega vinstra megin í Háskólabíói. Farvel Háskólabíó og allar þær minningar sem ég þaðan á um galdra, spennu, ótta, ofboð, sorg og fegurð.“ Tímamót Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður segir upphafið að ást hans á kvikmyndum hafa verið í Háskólabíó. Hann er meðal bíóunnenda sem tjá sig á Facebook á þessum tímamótum. „Þessi stórfenglega bygging reis upp úr melunum innan um skólana sem ég gekk í: Hagaborg, Melaskóla, Hagaskóla. Ég hef varla verið nema svona sjö ára þegar ég fór að venja komur mínar í Háskólabíó. Best fannst mér að fara einn á fimmsýningar og eiga næstum allan salinn. Það voru alls konar myndir í boði og ekki allar frábærar (Carry On!) - en ég man líka eftir aukamyndunum sem voru á undan sjálfri bíósýningunni. Þær komu frá Bretlandi og sýndu yfirleitt drottningarmóðurina opna blómasýningar. Ég er náttúrlega að tala um stóra salinn í Háskólabíói - hann er alltaf jafn tilkomumikill með sínu risastóra tjaldi,“ segir Egill. Frá vígslu Háskólabíó þann 6. október 1961.háskóli íslands „Seinna var reist nýbygging við Háskólabíó. Hún er eiginlega ekki verðug þess að standa við hlið gamla hússins og bíósalirnir sem þar eru bjóða ekki upp á mikil þægindi eða sýningargæði. Því er skilanlegt að hætt sé að sýna bíó þarna vesturfrá, aðsóknin hefur jú minnkað mikið. En hið gamla Háskólabíó lifir í minningunni sem glæsilegasti kvikmyndasalur landsins og þótt víðar væri leitað. Ævintýrahöll - og einhver magnaðasta bygging á Íslandi.“ Athugasemdir landsmanna á samfélagsmiðlum skipta þúsundum. Fólk minnist eftirminnilegra stunda. Þarna sá fólk Superman, Titanic, Forrest Gump, Four Weddins and a Funeral svo einhverjar myndir séu nefndar af handahófi. Superman, Grease, Footloose. Stundum hristist stóri salurinn af hlátri. Stundum ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Háskólabíó var vígt þann 6. október 1961 á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Byggingin var hönnuð af Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og reist á árunum 1956-1961. Það er í eigu Sáttmálasjóðs en 17. október 1941 var ákveðið að sjóðurinn skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans sem upphaflega var opnað í Tjarnarbíói 1942. Húsið var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og minni sýningarsali. Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við Senu um leigu á sýningaraðstöðunni sem nú rennur sitt skeið. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagúrú sem heldur úti kvikmyndavefnum Klapptré man eftir bíóferð árið 1974. „Ég var tíu ára og fór með yngri bræður mína í strætó úr Hafnarfirði að sjá endursýnda The Sound of Music. Okkur þótti þetta nokkuð sport að fara einir í slíka langferð og myndin var stórfengleg,“ segir Ásgrímur. Hann minnist þess að hafa séð stórmyndina King Kong í kringu 1978. Þá hafi röð bíógesta ná langleiðina að Suðurgötu. Reiddist Lars von Trier „Íslensku myndirnar á fyrstu Kvikmyndahátíð Listahátíðar sama ár - Bóndi eftir Þorstein Jónsson, Ern eftir aldri og 240 fiskar fyrir kú eftir Magnús Jónsson, Gegnum gras yfir sand eftir Þorstein Úlfar Björnsson. Grease og Superman ca. ári síðar og svo Brennu-Njáls saga eftir Friðrik Þór 1980.“ Ásgrímur telur upp fleiri eftirminnilegar bíóferðir. „Cinema Paradiso 1990 með Gísla Snæ og um okkur hríslaðist hinn sæli harmur, Fargo 1996, Crouching Tiger, Hidden Dragon 2000, Dancer in the Dark 2000 - fátt í salnum og í lokasenunni þegar aftakan fer fram mátti heyra ekkasog hér og þar í þögninni rétt áður en... Þá reiddist ég Lars von Trier, vegna þess að kjarninn í bíóupplifuninni er ekki aðeins hin sameiginlega altarisganga með fólkinu sem horfir með þér - eins og í kirkju - heldur um leið þitt prívatsamband við kvikmyndina/guð.“ Ásgrímur segir stóra salinn í Háskólabíó enn besta frumsýningarsal landsins. „Frumsýningar íslenskra kvikmynda verða áfram í stóra salnum held ég og sem betur fer, nú tíðkast stundum að frumsýna í mörgum sölum í öðrum bíóum og það er ekki góð stemmning, þetta snýst um sameiginlega upplifun. En lengi hefur verið ljóst í hvað stefndi, af einhverjum ástæðum hefur aðsóknin í Háskólabíó verið dræm. En góðu fréttirnar eru þær að bíóaðsókn er að ná sér upp og komin fast að 90% miðað við 2019, eftir að hafa farið niður í um 40% í faraldrinum. Og hlutur íslenskra mynda er sem stendur hærri en nokkru sinni fyrr, eða rúm 20% af heildaraðsókninni í ár.“ Herra- og sýningarmenn Ásgrímur minnist líka sýningarmannanna í bíóinu, þeirra herramanna Friðjóns Guðmundssonar og Guðjóns Baldurssonar - og auðvitað bíóstjórans Friðberts Pálssonar. „Sérkapítuli er svo tíminn í kringum 1985 þegar Kári Eiríksson réði ríkjum í myndbandadeildinni á tíma Friðberts og sagði vídeómógúlum um land allt að keyra toppinn af þessu og hafa svo samband um hæl. Eitt sinn var ég í heimsókn hjá honum í kjallara bíósins um hádegisbil þegar hann dregur mig upp í stóra sal þar sem verið var að prufukeyra Nostalgiu Tarkovskys - að meistaranum sjálfum viðstöddum, Vigdísi forseta, Thor Vilhjálms og fleirum. Þau sátu öll á fremsta bekk þegar myndin byrjaði, við Kári settumst í sætaröð við anddyrið. Aðrir voru ekki í salnum. Myndin hófst og það var þoka. Lengi. Mjög lengi. Líklega hátt í tíu mínútur. Svo kom Volkswagen inn í rammann og staðnæmdist. Fólk steig út úr bílnum og gekk inn í þokuna. Við Kári litum hvor á annan, stóðum upp og gengum út. Sá myndina nokkrum árum síðar. Algert pípandi masterpís.“ Háskólabíó vígt haustið 1961. Að sjálfsögðu var flaggað við það tilefni. Viðbyggingin, sem hýsir bíósalina sem notaðir hafa verið í almennar sýningar undanfarin ár, var byggð síðar.Háskóli Íslands Skarphéðinn Guðmundsson, sjónvarpsstjóri á RÚV, segir Háskólabíó botnlausan brunn af sæluminningum. „Maður lætur hugann reika og tappar svo einhvern tímann af. Mögulega var Koppafeiti þó fyrst. Beðið í röð sem náði alla leið að Suðurgötu. Í það minnsta í minningunni. Eða þá Bugsy Malone. Ógleymanlegar bíóferðir tvær eins og svo óteljandi margar aðrar. Skrásetti á námsárum stórmerka sögu bíósins og forverans Tjarnarbíós sem því miður er gleymd og glötuð, mögulega einhvers staðar á ónothæfum rykföllnum floppídiski sem seint eða aldrei mun finnast. Grábölvað.“ Teitur Torkelsson leiðsögumaður minnist þess að hafa skellt sér á bæði Grease og Star Wars í Háskólabíó. Stórmyndir síns tíma. Ljósastjörnur á framveggnum í rökkrinu Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennari, leiðir hugann að húsinu sjálfu. „Sérstaklega að standa upp'á Hólatorgi og sjá alla leiðina niðr'á bíóhúsið þar sem ljósastjörnurnar fögru á framveggnum skinu í rökkrinu. Eins og í ævintýri, því þá var hvorki trjágróður né bensínstöð út í götu sem skyggði á hina glæsilegu byggingu. Og svo skeiðaði ég niður Ljósvallagötu og Birkimel til að sjá þau Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald. Sat í bæði skiptin á 1. bekk og fannst ég geta snert þau,“ rifjar Guðríður Adda upp. Röð í bíó í Háskólabíó sem hefur ekki verið algeng sjón hin síðari ár þó undantekningar hafi verið á því.Sveinbjörn P Edda Agnarsdóttir myndlistakona talar á svipuðum nótum. „Sammála algjört draumahús í minningunni, man eftir að hafa hlaupið nokkrum sinnum út á hornið við Ljósvallagötu og Hringbraut í myrkri til að bera það augum með allri ljósastjörnu dýrðinni í veggnum að framan sem mér fannst undur og stórfenglegt.“ Helga Möller söngkona og Eurovision-fari á margar minningar frá hverfinu. „Ljúfur vettvangur æsku- og unglingsáranna við Hagatorg. Melaskóli, fallegastur allra skóla, „Hagaskóli Íslands“ og svo Háskólabíó velkomin viðbót með öllum sínum ævintýrastundum. Síðar grímu- og jólaböll á Hótel Sögu.“ Mánudagsmyndirnar stóðu fyrir sínu Fjöldi fólks minnist Mánudagsmyndanna þar sem listrænni myndir fengu að eiga sviðið og sinntu þörf margra unnenda slíkra kvikmynda. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi segir Mánudagsmyndirnar hafa breytt miklu og opnað nýjan heim. Undir það tekur Bogi Ágústsson fréttaþulur. „Hér hefur réttilega verið minnst á mánudagsmyndirnar sem áttu stóran þátt í kvikmyndauppeldi margra. Sjálfur varð ég elskur að mörgum leikstjórum frönsku nýbylgjunnar mest þó François Truffaut. Svo má minnast þess að maður fékk ókeypis inn á háskólaárunum,“ segir Bogi. Ekki ónýtt að geta skellt sér ókeypis í bíó, fátækur stúdentinn. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur er miður sín. „Eitthvað hátíðlegt við að fara á sýningar í Háskólabíói. Ef til vegna þess hvað ég tengi það sterkt frumsýningum á íslenskum myndum og hátíðasýningum á erlendum. Auk alls konar kvikmyndatengdra viðburða. Að ógleymdum mánudagsmyndunum.“ Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og vesturbæingur, rifjar upp gamlar stundir. „Ég man að Sigurður Pálsson lýsti upplifum sinni þegar hann kom í Háskólabíó í fyrsta sinn. Það var upplifun að lesa lýsingu skáldsins. Háskólabíó var teiknað af einum sterkasta arkitekt landsins, Gunnlaugi Halldórssyni og félaga hans Guðmundi Kr. Kristinssyni.“ Reif sig úr spjörunum og óskaði sér Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, segir góðan vitnisburð um Háskóla Íslands að hann skuli hafa staðið að byggingu svona glæsilegs húss, sem hafi verið einn helsti samkomustaður þjóðarinnar í áratugi, eða þar til Harpa kom til sögunnar. Skúli Gautason leikstjóri minnist Jónsmessusýningar árið 1984 á myndinni hennar Kristínar Jóhannesdóttur, Á hjara veraldar. „Sigurður heitinn Pálsson hafði skrifað smá leikþátt sem ég flutti ásamt fleirum í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur á litlu sviði í anddyrinu fyrir sýningu myndarinnar. Eftir að þessari mögnuðu mynd lauk fóru aðstandendur og bíógestir út á Hagatorg, mynduðu geysistóran hring og tengdu saman hendur. Þetta varð magnþrungin stund og Kristín hrópaði að upp væri runnin óskastund, nú þyrfti að velta sér nakinn upp úr dögginni og óska sér. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, reif mig úr spjörunum og velti mér og óskaði mér. En ég má ekki segja hvort hún rættist, óskin sú.“ Gunnar Smári Egilsson sósíalisti og fjölmiðlamiður stingur niður penna. „Svona er lífið, öll bíóin farin nema Laugarásbíó. Gamla bíó, Nýja bíó, Stjörnubíó, Austurbæjarbíó, Tónabíó, Hafnarbíó og Tjarnarbíó. Þar var Fjalakötturinn þegar ég var unglingur, bilunargjörn sýningarvél með linsu sem passaði ekki við tjaldið. Einhver sagði að hún hefði verið keypt notuð af pakistanska hernum. Einu sinni dofnaði peran í vélinni og myndin á tjaldinu dökknaði þegar á leið, varð í lokin aðeins óljósir draugar í myrkrinu. Þetta er ein áhrifamesta kvikmyndasýning sem ég hef sótt. Og nú er Háskólabíó búið að loka. Við gamla fólkið getum grátið alla daga yfir öllu því sem er horfið. Bráðum hverfum við líka, peran í sýningarvélinni dofnar.“ Hvar er miðasalan? Martin Swift, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, segir alltaf jafn sætt þegar fólk bankar upp á í andyri Háskólabíós og spyr hvar miðasalan sé. „Algengt er að þar sé um að ræða eldri hjón sem ætla að gera sér dagamun og kaupa sér bíómiða. Dagamun, segi ég án þess að þekkja sérstaklega til, en álykta einfaldlega að svo sé vegna þess að reglulegir gestir kvikmyndahúsa þekkja það að miðasalan færðist fyrir mörgum árum yfir í nýbygginguna enda hefur stóri salur Háskólabíós ekki verið notaður til almennra kvikmyndasýninga í kannski um tvo áratugi. Það eru vissulega þáttaskil í sögu bygginarinnar að kvikmyndasýningum sé hætt, en hún hefur þó mótast talsvert í áranna rás, rétt eins og húsið sjálft.“ Ægir Guðbjarni Sigmundsson lögmaður fór á frumsýningu Fooloose þar sem Kevin Bacon fór á kostum. „Troðfullur salur, setið í öll sætum, á öllum gangvegum og á sviðinu sjálfu. Tryllt stemming.“ Bræður skammaðir og hent í bað Sveinn Hjörtur Guðfinnsson sá Grease í mars 1978. „Árið 1978 í marsmánuði fór ég í bíó með Stefáni bróður mínum og Lárusi vini hans og við sáum kvikmyndina Grease var þá sýnd í Háskólabíó. Ég man hvar ég sat - í sætaröðinni fyrir ofan innganginn vinstra megin í salnum. Þetta var upphaf á kvikmynd sem ég svo sá reglulega - og geri enn,“ segir Sveinn og heldur áfram. Sveinn Hjörtur skellti sér á Grease og varð uppnuminn. „Þegar haldið var heim á leið var komið við í Langholtspóteki en við bjuggum þá í Álfheimum. Þeir Stefán og Lárus keyptu túpu af brillentín, alveg eins og Danny og vinir hans notuðu. Þetta var feitkennt krem í túpu. Stefán og Lárus voru ekki vissir um að nota þessa feiti í hárið. Hún virtist eins og smjör. Hvernig var svo að ná þessu úr hárinu? Ég varð því tilraunadýr í þessu og hálf túpan fyllti lófanna hjá Stefáni og hann smurði þessu í mig, greiddi mér svo myndarlega og sagði: „Nú ertu eins og Danny!““ Þegar heim var komið var Stefán skammaður og Sveini hent í bað. „Mamma ætlaði aldrei að ná feitinni úr hárinu og í marga daga mátti sjá fitugt hárið. En í stuttan tíma varð ég eins og Stefán sagði - Danny Zuko!“ Sveinn er hugsi yfir breytingunum. „Nú á að loka Háskólabíói sem kvikmyndahúsi. Það er sérstakt því maður lagði á sig sem pjakkur að fara í Háskólabíó til að sjá kvikmynd. Tíðarandinn annar og margt að breytast hratt. Háskólabíó varð svo örlagavaldur í lífi mínu nokkrum sinnum. Ég vann þar einu sinni í aukavinnu við að þrífa bíóið. Fór svo seinna vaktferðir sem öryggisvörður. Bíómenningin virðist vera að breytast. Danny Zuko breytist líka því Travolta er sköllóttur og blessuð Sandy er dáin. Kannski mun bíóið við Hagatorg nýtast með öðrum hætti? Kannski? En eitt er öruggt og það er að í hár mitt hefur brillentín aldrei komið aftur nema hér um árið 1978.“ Blóðið sem rennur um æðar í flokki 107 Þórarinn Þórarinsson blaðamaður og bíógúrú er í uppnámi vegna tíðindanna, ef marka má færslu hans á Facebook. „Hneit þar! Háskólabíó að hætta að vera bíó!!! Hvaða öfugsnúna sturlun er þetta eiginlega? Blóðið sem rennur um æðar mínar er í flokki 107 þannig að sú tilkomumikla bygging sem hýsir Háskólabíó hefur eðlilega verið kvikmyndahús lífs míns og þar var grunnurinn að bíóuppeldi mínu lagður og í því kvikmyndahúsi líður mér enn alltaf best. Það er að segja þangað til um mánaðamótin.“ Þórarinn á margar og ljúfar minningar úr Háskólabíói. „Og tengjast margar tíðum bíóferðum með afa þar sem við röltum af Hofsvallagötunni yfir í Háskólabíó og mér fannst auðvitað nánast yfirnáttúrlegt að þegar maður fór með afa í bíó þurfti aldrei að borga. Hann lyfti bara hattinum og dyravörðurinn kinkaði ábúðarfullur kolli og við skunduðum inn,“ segir Þórarinn. Fann hvað foreldrum þótti vænt um sig „Afi var vitaskuld þekktur fimmbíókall og skrapp stundum í bíó bara til þess að slappa af og átti það til, sérstaklega á meðan hann var á þingi, að fara út í hléi og klára myndina síðar í betra tómi.“ Þórarinn Þórarinsson, afi Þórarins og ritstjóri Tímans, í viðtali sem frægur fimmbíómaður. Sögurnar flæða í færslu Þórarins. „Þá er auðvitað ógleymanlegt þegar ég fór, tæplega átta ára, á kvöldsýningu á Grease með mömmu (pabbi nennti ekki að sjá myndina) bara til þess að sjá treilerinn úr Superman. Síðar það sama ár varð fallegasta Háskólabíó minningin mín til þegar pabbi og mamma skiptust á að hlýja sér í bílnum og standa í kuldanum í miðasölubiðröðinni á Superman sem náði lengst út á Suðurgötu. Finn enn í hjartanu þegar ég rifja þetta upp hversu sterkt ég fann hvað foreldrum mínum þótti vænt um mig og tóku bíóuppeldishlutverk sitt alvarlega með því að leggja þetta á sig fyrir mig fyrstu sýningarhelgina.“ Fleiri bíóferðir eru minnisstæðar. „Við systkinin lærðum líka að varast dverginn og fengum albínóafóbíu þegar ma og pa fóru með okkur á Foul Play fyrir margt löngu og síðan sá maður auðvitað Ránið á týndu örkinni, eina allra bestu kvikmynd sem gerð hefur verið, þrisvar sinnum með stuttu millibili í Háskólabíói,“ segir Þórarinn. Rafmagnið fór af í miðri mynd „Mörgum árum síðar upplifði ég svo eitthvert stórkostlegasta móment mitt sem foreldri og nörd þegar við, stelpan sem ég sá Footloose með í Háskólabíói í 80´s-inu, fórum með frumburðinn okkar sex ára að sjá Star Wars Special Edition í stóra salnum. Þá fékk ég bæði gæsahúð og fór að gráta undir opening crawlinu þegar ég fékk að vera barn við hliðina á barninu mínu. Og svona mætti lengi telja. Háskólabíó er bíóhöll minninga minna og þar sáum við strákarnir Terminator, Robocop, The Untouchables og Shirley Valentine að ógleymdri Fatal Attraction á ellefu sýningu sem dróst töluvert fram á nóttina vegna þess að rafmagnið fór í miðri mynd þannig að í minningunni standa kanínan í pastapottinum og biðin eftir rafmagninu frammi í anddyrinu upp úr í minningunni. Ég elska Háskólabíó og er harmi sleginn.“ Ofurhetjur komi ekki til bjargar Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður rifjar upp fyrsta skipti sem hann fór í bíóið. Cristhopher Reeve var sjálfur Superman. „Ég fór með afa Kristjóni og hef ábyggilega verið mjög ungur. Við afi sáum svarthvíta grínmynd á þrjúbíó og ég man tvö atriði úr myndinni — annars vegar komu tugir manna út úr einum bíl og ég velti því fyrir mér í mörg ár hvort þeir hefðu allir verið inni í bílnum eða hvernig þetta hefði annars verið gert. Ég man að ég spurði afa en hann vildi ekki upplýsa mig um þetta. Kannski hefur hann verið farinn að dotta yfir myndinni. Hitt atriðið snerist um að brjóstmynd af einhverjum kalli reyndist skyndilega vera úr svo mjúkum leir að einhver gat breytt andlitsdráttunum, og gerði það snarlega, en ekki man ég af hverju. Ég sé bæði þessi atriði ennþá fyrir mér, örstuttar, svarthvítar höktandi myndir, nánast eins og gömul súper 8 þótt þetta hafi verið risatjaldið í Háskólabíói.“ Hann eigi ótal ógleymanlegar minningar úr Háskólabíói. „Alveg óteljandi reyndar, en allra eftirminnilegastar eru „mánudagsmyndirnar“ en í mörg ár sýndi bíóið listrænar og „öðruvísi“ myndir á mánudögum og þar sá maður fullt af skrýtnum myndum og sannkölluð listaverk inn á milli. Mánudagsmyndirnar gerðu mig að þroskaðri og hæfari bíógesti en ella, og mér finnst það tómur drulluaumingjaskapur hjá bíóstjórum nútímans að geta ekki sýnt okkur stöku sinnum eitthvað annað en ofurhetjuflóðið sem virðist nú einrátt í kvikmyndahúsunum.“ Illugi segir að ofurhetjur muni ekki bjarga bíóhúsunum. „Heldur fólk sem hefur lært að horfa á allskonar myndir og verður háð því eins og ég var í mörg ár sitjandi alltaf aftarlega vinstra megin í Háskólabíói. Farvel Háskólabíó og allar þær minningar sem ég þaðan á um galdra, spennu, ótta, ofboð, sorg og fegurð.“
Háskólabíó var vígt þann 6. október 1961 á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Byggingin var hönnuð af Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og reist á árunum 1956-1961. Það er í eigu Sáttmálasjóðs en 17. október 1941 var ákveðið að sjóðurinn skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans sem upphaflega var opnað í Tjarnarbíói 1942. Húsið var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og minni sýningarsali. Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við Senu um leigu á sýningaraðstöðunni sem nú rennur sitt skeið.
Tímamót Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Sjá meira