Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júní 2023 13:01 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir nauðsynlegt að hækka örorkubætur verulega. Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10
Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24