Varmadælu-rafbílar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 6. júní 2023 17:30 Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun