Staða öryrkja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“ Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2023 08:30 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun