„Hvar eru Garðbæingar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 20:00 Yfir 800 áhorfendur voru á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöld en Helena kallar eftir fleira bláklæddu Stjörnufólki. VÍSIR/VILHELM Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira