Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 08:07 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að hugað verði að því hvaða tækifæri séu til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira