Garðsláttur: Að vera eða ekki vera grasasni Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 11:30 Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni. Tækjadella. Mengun. Vont er þegar saman fara sláttuofurkapp og della fyrir tækjum og tólum. Margir karlmenn virðast fá kikk út ú því að djöflast á saklausu grasi með kraftmiklum og afkastamiklum sláttutólum. Þegar fleiri sláttubersekir eru í námunda hver við annan leysist úr læðingi metingur og keppni um hver sé með flottustu, kraftmestu og háværustu tólin og þá er ekki vært fyrir saklausa nágranna. Horfa menn fram hjá því að ein skaðræðis sláttuvél mengar á við tugi eða jafnvel hundruð bíla. Eiturframleiðslan er ótrúleg. Tækjagleðin ber skynsemina algjörlega ofurliði. Ljúf og sæl kvöldstund með fínu vélina sem drynur ljúft og karlmannlega spúir eitri, sem bitnar á sláttumanninum, umhverfi hans, fjölskyldu og nágrönnum í formi hávaða og eiturs. Reglur í útlöndum. Grenndarreglur. Í sumum löndum haf verið settar reglur sem takmarka þann tíma sem menn mega slá garðinn sinn og um þau tól sem nota má. Er full þörf á að setja reglur hér á landi um garðslátt til að fyrir byggja deilur og leiðindi. Hér á landi gilda um garðslátt óskráðar reglur grenndarréttar þar sem umburðalyndi og tillitsemi leikast á. Það er oft erfitt að henda reiður á tilvist og efni slíkra reglna, sem eru nokkuð í lausu lofti og skrifaðar í skýin. Flest grenndarmál eru sprottin af þeim réttarvafa sem leiðir af vöntun á skráðum og skýrum reglum. Hér vantar almenn grenndarlög. Menn binda vonir við að hinn röggsami umhverfiráðherra kýli á það mál. Tillitssemi. Hagsmunamat. Menn verða og eiga vitaskuld að slá garðinn sinn á skikkanlegum tíma sólarhringsins og án óþarfa tilþrifa og djöfulgangs og kosta kapps um að valda nágrönnum sínum sem minnstu ónæði. Og menn mega alls ekki fara hamförum við slátt á þeim tímum sem raskar nætur- og svefnró fólks í grenndinni. Það varðar við lögreglusamþykktir . Þá má kalla til lögreglu. Og menn hafa heldur ekki frítt spil til að láta illum látum við slátt á öðrum tímum. Menn verða að gæta hófs og sýna sanngjarna og eðlilega tillitssemi á öllum tímum. Hagsmunmat er rauði þráðurinn. Mörkin milli athafna og friðar eru hárfín. Smæstu mál geta á augabragði orðið að allsherjar báli. Skráðar reglur og úrræði skortir. Það eru sem sagt engar settar reglur um slátt í þéttbýli. Menn þurfa hins vegar ekki að una því nágrannaeignir séu hagnýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óviðunandi bagi. Menn verða óhjákvæmilega að sætta sig við ónæði að vissu marki í þéttbýli frá nágrannaeign. Það er svo að yfirgangsseggir gefa oft óskráðum reglum langt nef. Þótt réttleysi þeirra sé augljóst þá er gjarnan erfitt að ná lagalega í skottið á þeim með nægilega afgerandi og skjótum hætti. Almenn lagaleg úrræði eru þung í vöfum og kostnaðarsöm. Í svona málum vantar bagalega einföld, ódýr og skilvirk úrræði til að binda enda á þrætur og leiðrétta misskilning áður en í óefni er komið og smámál verða stór og illvíg. Sláttugen og hylli kvenna. Því hefur verið haldið fram að sláttufíkn íslenskra sláttumanna sé geirnegld í gen þeirra með þeim hætti að þeim sé ekki sjáfrátt. Þeir séu þrælar gamalla sláttugena sem séu öllu yfirsterkari. Þegar sláttur sé á mönnum séu það skilaboð frá gömlum genum. Í gamla daga þótti það mikið manndómsmerki að vera vaskur sláttumaður. Miklir sláttumenn voru settir á stall og áttu vísa aðdáun og hylli kvenna. Þetta hefur prentast inn í gen manna og lengi lifir í gömlum genum. Snorrabúð stekkur. En nú er öldin önnur, Snorrabúð stekkur og allt það. Sláttuberserkir eiga ekki lengur aðdáun og greiða leið í dyngjur kvenna. Önnur gildi hafa tekið yfir í því efni. En frumstæð karlgen hafa ekki náð að tileinka sér nýjar aðferðir í takt við tíman, nýja siði og ný viðhorf. Aumingjans sláttumönnunum er ekki sjálfrátt. Þeir eru þrælar gena sinna, hlýða kalli þeirra og rjúka út að slá í tíma og ótíma. Öllum til ama og leiðinda og kvenhylli þeirra er nálægt alkuli. Sláttugenin eru hjá sumum öllu yfirsterkari og buga gjörsamlega hin veiku og vanþróuðu gen sem stýra tillitssemi og náungakærleik. Maðurinn með ljáinn. Það er spurning hvort ekki eigi að banna ónæðisvaldandi og mengandi sláttutól og löghelga gamla orfið og ljáinn. Þá yrði friðsælt og þjóðlegt í görðum þessa lands. Það myndi vera góð líkamsrækt og gamlar og nýjar sláttuhetjur myndu öðlast tilgang án þess að gera allt vitlaust. Kvenhylli þeirra myndi örugglega ná nýjum hæðum. Geitur til gagns og gamans. Þeirri hugmynd hefur líka verið hreyft að menn verði sér út um geit til að sjá um grasið. Geitin yrði tjóðruð og þegar hún klárar grasið á einum stað yrði tjóðrið fært á annan og svo koll af kolli. Þetta er umhverfisvæn, sjálfbær og ódýr aðferð. Geitin er sjálfala, étur grasið og sér um áburðinn líka. Ekkert dýrt eldsneyti, engin mengun og enginn hávaði. Geitin er fínasta þjófavörn og gefur mjólk og ost og svo má í fyllingu tímans éta hana. Allt voða Vinstri grænt og göfugt. Svona fara Færeyingar að og þeir vita hvað þeir syngja. Geitur eru til margs nytsamlegar. Þegar Bill Clinton villtist með orfið sitt í ógöngur hér um árið, hringdi Yasser Arafat til hans og sagði: „Hey Bill, why don‘t you try Goats, they don´t talk“? Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Garðyrkja Nágrannadeilur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni. Tækjadella. Mengun. Vont er þegar saman fara sláttuofurkapp og della fyrir tækjum og tólum. Margir karlmenn virðast fá kikk út ú því að djöflast á saklausu grasi með kraftmiklum og afkastamiklum sláttutólum. Þegar fleiri sláttubersekir eru í námunda hver við annan leysist úr læðingi metingur og keppni um hver sé með flottustu, kraftmestu og háværustu tólin og þá er ekki vært fyrir saklausa nágranna. Horfa menn fram hjá því að ein skaðræðis sláttuvél mengar á við tugi eða jafnvel hundruð bíla. Eiturframleiðslan er ótrúleg. Tækjagleðin ber skynsemina algjörlega ofurliði. Ljúf og sæl kvöldstund með fínu vélina sem drynur ljúft og karlmannlega spúir eitri, sem bitnar á sláttumanninum, umhverfi hans, fjölskyldu og nágrönnum í formi hávaða og eiturs. Reglur í útlöndum. Grenndarreglur. Í sumum löndum haf verið settar reglur sem takmarka þann tíma sem menn mega slá garðinn sinn og um þau tól sem nota má. Er full þörf á að setja reglur hér á landi um garðslátt til að fyrir byggja deilur og leiðindi. Hér á landi gilda um garðslátt óskráðar reglur grenndarréttar þar sem umburðalyndi og tillitsemi leikast á. Það er oft erfitt að henda reiður á tilvist og efni slíkra reglna, sem eru nokkuð í lausu lofti og skrifaðar í skýin. Flest grenndarmál eru sprottin af þeim réttarvafa sem leiðir af vöntun á skráðum og skýrum reglum. Hér vantar almenn grenndarlög. Menn binda vonir við að hinn röggsami umhverfiráðherra kýli á það mál. Tillitssemi. Hagsmunamat. Menn verða og eiga vitaskuld að slá garðinn sinn á skikkanlegum tíma sólarhringsins og án óþarfa tilþrifa og djöfulgangs og kosta kapps um að valda nágrönnum sínum sem minnstu ónæði. Og menn mega alls ekki fara hamförum við slátt á þeim tímum sem raskar nætur- og svefnró fólks í grenndinni. Það varðar við lögreglusamþykktir . Þá má kalla til lögreglu. Og menn hafa heldur ekki frítt spil til að láta illum látum við slátt á öðrum tímum. Menn verða að gæta hófs og sýna sanngjarna og eðlilega tillitssemi á öllum tímum. Hagsmunmat er rauði þráðurinn. Mörkin milli athafna og friðar eru hárfín. Smæstu mál geta á augabragði orðið að allsherjar báli. Skráðar reglur og úrræði skortir. Það eru sem sagt engar settar reglur um slátt í þéttbýli. Menn þurfa hins vegar ekki að una því nágrannaeignir séu hagnýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óviðunandi bagi. Menn verða óhjákvæmilega að sætta sig við ónæði að vissu marki í þéttbýli frá nágrannaeign. Það er svo að yfirgangsseggir gefa oft óskráðum reglum langt nef. Þótt réttleysi þeirra sé augljóst þá er gjarnan erfitt að ná lagalega í skottið á þeim með nægilega afgerandi og skjótum hætti. Almenn lagaleg úrræði eru þung í vöfum og kostnaðarsöm. Í svona málum vantar bagalega einföld, ódýr og skilvirk úrræði til að binda enda á þrætur og leiðrétta misskilning áður en í óefni er komið og smámál verða stór og illvíg. Sláttugen og hylli kvenna. Því hefur verið haldið fram að sláttufíkn íslenskra sláttumanna sé geirnegld í gen þeirra með þeim hætti að þeim sé ekki sjáfrátt. Þeir séu þrælar gamalla sláttugena sem séu öllu yfirsterkari. Þegar sláttur sé á mönnum séu það skilaboð frá gömlum genum. Í gamla daga þótti það mikið manndómsmerki að vera vaskur sláttumaður. Miklir sláttumenn voru settir á stall og áttu vísa aðdáun og hylli kvenna. Þetta hefur prentast inn í gen manna og lengi lifir í gömlum genum. Snorrabúð stekkur. En nú er öldin önnur, Snorrabúð stekkur og allt það. Sláttuberserkir eiga ekki lengur aðdáun og greiða leið í dyngjur kvenna. Önnur gildi hafa tekið yfir í því efni. En frumstæð karlgen hafa ekki náð að tileinka sér nýjar aðferðir í takt við tíman, nýja siði og ný viðhorf. Aumingjans sláttumönnunum er ekki sjálfrátt. Þeir eru þrælar gena sinna, hlýða kalli þeirra og rjúka út að slá í tíma og ótíma. Öllum til ama og leiðinda og kvenhylli þeirra er nálægt alkuli. Sláttugenin eru hjá sumum öllu yfirsterkari og buga gjörsamlega hin veiku og vanþróuðu gen sem stýra tillitssemi og náungakærleik. Maðurinn með ljáinn. Það er spurning hvort ekki eigi að banna ónæðisvaldandi og mengandi sláttutól og löghelga gamla orfið og ljáinn. Þá yrði friðsælt og þjóðlegt í görðum þessa lands. Það myndi vera góð líkamsrækt og gamlar og nýjar sláttuhetjur myndu öðlast tilgang án þess að gera allt vitlaust. Kvenhylli þeirra myndi örugglega ná nýjum hæðum. Geitur til gagns og gamans. Þeirri hugmynd hefur líka verið hreyft að menn verði sér út um geit til að sjá um grasið. Geitin yrði tjóðruð og þegar hún klárar grasið á einum stað yrði tjóðrið fært á annan og svo koll af kolli. Þetta er umhverfisvæn, sjálfbær og ódýr aðferð. Geitin er sjálfala, étur grasið og sér um áburðinn líka. Ekkert dýrt eldsneyti, engin mengun og enginn hávaði. Geitin er fínasta þjófavörn og gefur mjólk og ost og svo má í fyllingu tímans éta hana. Allt voða Vinstri grænt og göfugt. Svona fara Færeyingar að og þeir vita hvað þeir syngja. Geitur eru til margs nytsamlegar. Þegar Bill Clinton villtist með orfið sitt í ógöngur hér um árið, hringdi Yasser Arafat til hans og sagði: „Hey Bill, why don‘t you try Goats, they don´t talk“? Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun