Ólafur Kristjánsson fékk stjörnu Slóvaka til liðs við sig 2015 Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:37 Stanislav Lobotka lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland Vísir/Getty Ein stærsta stjarna Slóvaka er miðjumaðurinn Stanislav Lobotka sem varð ítalskur meistari með Napoli á dögunum. Ólafur Kristjánsson þekkir vel til Lobotka en hann fékk leikmanninn til Nordsjælland 2015, þá 21 árs gamlan. Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira