Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru teknar niður Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júní 2023 21:38 „Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu,“ segir íbúi í Seljahverfi um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla niður yfir sumartímann. einar guttormsson Körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla í Reykjavík voru teknar niður í dag, á hápunkti sumarsins, vegna kvartana íbúa. Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira