„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:18 Guðrún Hafsteinsdóttir er tekin við völdum. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19