Ronaldo fremstur í flokki í gríðarsterku byrjunarliði Portúgala Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 17:32 Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem stillir upp afar sterku liði. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli nú á eftir. Ronaldo leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum. Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08