Icefjord and Olafsbay Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 23. júní 2023 14:30 Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Snæfellsbær Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun