Að sporna gegn lýðræðinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. júní 2023 13:01 Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun