„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Formaður Dýrfinnu hvetur fólk í leit að gæludýrum á heimilið til þess að ættleiða eldri dýr. Dýraathvörf eru full af dýrum sem vantar ný heimili. Vísir/Vilhelm Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“ Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“
Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira