Ótrúleg endurkoma hjá íslensku strákunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 16:06 Strákarnir okkar komu til baka í leiknum og eru nánast komnir í 8. liða úrslit. IHF/Jozo Cabraja Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 21 árs og yngri hóf leik í milliriðli HM í dag með sigri á því gríska, 29-28. Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48
Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45
Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31