Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2023 13:58 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í morgun. Utanríkisráðuneytið hyggst segja upp leigunni fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústaðarins. Facebook Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. Sendiherrann greinir frá því á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir mynd af sér og ferðatöskunum fyrir utan sendiráðið íslenska sem stendur við Khlebnyy Pereulok. Þá greinir Árni Þór frá því að hann sé á leiðinni til Pétursborgar, en þaðan mun leiðin liggja út úr Rússlandi. Hans bíður nú staða sem nýr sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. „MOSKVA kvödd. Það hafa sannarlega verið viðburðarrík ár hér í Rússlandi og ekki allt verið fyrirsjáanlegt nema síður sé. En fram undan eru ný verkefni sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Árni Þór. Leggja niður starfsemi sendiráðsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti fyrr í mánuðinum að ákveðið hefði verið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefði sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefði Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. Fimm staðarráðnum og leigunni sagt upp Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kom þá fram að fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu yrði sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá væri gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað yrði sagt upp. Sjö manns hafa starfað við sendiráð Íslands í Moskvu – tveir útsendir starfsmenn ráðuneytisins og fimm staðarráðnir starfsmenn. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda nú er sögð ekki fela í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna og að „um leið og aðstæður leyfa“ verði lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný. Rússland Sendiráð Íslands Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sendiherrann greinir frá því á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir mynd af sér og ferðatöskunum fyrir utan sendiráðið íslenska sem stendur við Khlebnyy Pereulok. Þá greinir Árni Þór frá því að hann sé á leiðinni til Pétursborgar, en þaðan mun leiðin liggja út úr Rússlandi. Hans bíður nú staða sem nýr sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. „MOSKVA kvödd. Það hafa sannarlega verið viðburðarrík ár hér í Rússlandi og ekki allt verið fyrirsjáanlegt nema síður sé. En fram undan eru ný verkefni sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Árni Þór. Leggja niður starfsemi sendiráðsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti fyrr í mánuðinum að ákveðið hefði verið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefði sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefði Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. Fimm staðarráðnum og leigunni sagt upp Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kom þá fram að fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu yrði sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá væri gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað yrði sagt upp. Sjö manns hafa starfað við sendiráð Íslands í Moskvu – tveir útsendir starfsmenn ráðuneytisins og fimm staðarráðnir starfsmenn. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda nú er sögð ekki fela í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna og að „um leið og aðstæður leyfa“ verði lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný.
Rússland Sendiráð Íslands Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54
Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12