Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans Eiður Þór Árnason skrifar 28. júní 2023 20:17 Altjón var á húsinu. vísir/vilhelm Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt. RÚV greinir frá þessu en slökkviliðið hefur varað við því að fólk hlaði rafmagnshlaupahjól innanhúss þar sem fleiri dæmi eru um að eldur hafi kviknað út frá þeim. Fjórir voru innanhúss þegar eldur kviknaði en allir komust út af sjálfsdáðum. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex í gær og var allt tiltækt lið kallað út vegna eldsins. Um er að ræða tveggja hæða timburhús en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði í gær átti einhvers konar sprenging sér stað innanhúss. Um er að ræða gamalt hús sem flutt var af Hverfisgötu og síðar byggt við. Mikinn reyk lagði frá húsinu og var þak þess rifið svo slökkvilið kæmist betur að eldinum. Lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. Eigandi hússins sagðist í samtali við fréttastofu í gær vera í miklu áfalli yfir því að hafa misst aleigu sína og æskuheimili barnanna. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. Reykjavík Slökkvilið Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tæknideild rannsakar vettvang í dag Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. 28. júní 2023 10:44 Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. 27. júní 2023 21:27 Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en slökkviliðið hefur varað við því að fólk hlaði rafmagnshlaupahjól innanhúss þar sem fleiri dæmi eru um að eldur hafi kviknað út frá þeim. Fjórir voru innanhúss þegar eldur kviknaði en allir komust út af sjálfsdáðum. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex í gær og var allt tiltækt lið kallað út vegna eldsins. Um er að ræða tveggja hæða timburhús en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði í gær átti einhvers konar sprenging sér stað innanhúss. Um er að ræða gamalt hús sem flutt var af Hverfisgötu og síðar byggt við. Mikinn reyk lagði frá húsinu og var þak þess rifið svo slökkvilið kæmist betur að eldinum. Lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. Eigandi hússins sagðist í samtali við fréttastofu í gær vera í miklu áfalli yfir því að hafa misst aleigu sína og æskuheimili barnanna. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag.
Reykjavík Slökkvilið Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tæknideild rannsakar vettvang í dag Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. 28. júní 2023 10:44 Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. 27. júní 2023 21:27 Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Tæknideild rannsakar vettvang í dag Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. 28. júní 2023 10:44
Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. 27. júní 2023 21:27
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30