Systurnar Sara og Erla eltu spænska drauminn: „Úlfatíminn þekkist ekki lengur“ Íris Hauksdóttir skrifar 30. júní 2023 07:01 Systurnar Erla og Sara segja grámyglu heimsfaraldursins hafa ýtt sér í að láta drauminn rætast. aðsend Systurnar Erla Gunnarsdóttir og Sara Rut Agnarsdóttir höfðu lengi látið sig dreyma um að búa við suðræna strönd. Þær létu þann draum verða að veruleika í enda heimsfaraldursins. Þær segjast aldrei hafa séð eftir ákvörðuninni þrátt fyrir að flytja á milli landa með samtals fjögur börn og þrjú gæludýr. „Okkur hafði báðum dreymt um að búa við strönd en grámyglan í lok veirunnar var það sem ýtti okkur áfram í að gera drauminn að veruleika. Við vorum báðar með lítil börn og upplifðum okkur fastar heima. Veðrið bauð ekki einu sinni upp á göngutúr,“ segir Sara og heldur áfram. „Erlu var efst í huga að flytja til Barcelona þar sem hún átti vini og hafði kynnt sér svæðið. Litli bærinn sem systurnar búa í er mjög friðsæll og lítið um ferðamenn.aðsend Fyrir mér var málið ögn snúnara því ég er með þrjú börn. Eftir að hafa gengið frá sölu á einbýlishúsinu mínu og þáverandi eignmanns fannst mér suður hluti Spánar kalla á mig meira en Barcelona. Ég hafði farið þangað í frí og eftir talsverða rannsókn á veraldarvefnum fann ég lítinn bæ rétt fyrir utan Marbella sem virtist mjög local, það er að segja lítið um ferðamenn. Börnin una sér vel í sólinni.aðsend Ég sannfærði systur mína um að bóka sér flug til að skoða staðsetninguna. Rétt eftir að hún lenti var ekki aftur snúið.“ Örfáum mánuðum síðar voru systurnar komnar með sitt hvora íbúðina en ekkert plan annað en það að halda áfram fjarnámi með börnin sín en á sólríkari stað. „Við tókum báðar gæludýrin okkar með, Erla með Husky hund og kött og ég sjálf með aldraða Chihuaha tík.“ Sara með börnin sín þrjú á ströndinni en þangað fara þau alla daga að skóla og vinnu lokinni.aðsend Nú eru tvö ár síðan systurnar flutt út og segja þær lífið á Spáni draumi líkast. „Við erum að upplifa allt önnur lífsgæði en þekkist á Íslandi,“ segir Erla og heldur áfram. „Útivera er til að mynda allan ársins hring. Það er mun auðveldara að vera foreldri hér úti í ljósi þess hversu mikið er um leikvelli og svo er strandlengjan í göngufæri við heimilið okkar. Hvert sem komið er er gert ráð fyrir börnum og hundum. Við höfum því fundið mikið frelsi að vera foreldrar hér. Menningin er líka ólík því sem tíðkast á Íslandi, fjölskyldur og vinir hittast meira úti og borða saman á ströndinni eða á veitingarstöðum. Útivistin er svo mikill partur af öllu og því eru húsnæðin smærri en við höfum vanist en veröndin er alltaf stór.“ Börnin ganga í almennan skóla til þess að aðlagast spænskri menningu sem best.aðsend Báðar tóku systurnar þá ákvörðun að setja börnin sín í almenna spænska skóla. Ekki aðeins vegna verðlagsins heldur vildu þær kenna þeim að aðlagast spænskri menningu. „Fyrsta önnin reyndist krökkunum mjög erfið en með hverjum deginum sem leið varð allt betra. Í dag eru allir altalandi á spænsku og eiga sína vini í skólanum. Þau stunda sínar íþróttir hér og geta ekki hugsað sér að fara aftur í íslenskan skóla.“ Krakkarnir geta ekki hugsað sér að fara aftur í íslenska skóla.aðsend Sara segir veðurfarið einn stærsta þátt í vellíðan þeirra. „Á Íslandi bíðum við eftir sumrinu tíu mánuði á ári. Svo kom slæmt sumar og þá varð biðin ennþá lengri. Hér á Spáni er alltaf gott veður og við erum alltaf spenntar fyrir hverri árstíð fyrir sig. Sumrin eru löng og þá er rúmlega 26 gráður alla daga. Á því tímabili höldum við okkur við vötn og skoðum nýjar strendur eða njótum þess að vera í sundlaugargörðum. Annars eru flestar fasteignir hér með sundlaugar í garðinum.“ Á Suður Spáni er alltaf gott veður og segjast systurnar hlakka til hverrar árstíðar fyrir sig.aðsend Með lækkandi hitatölum á haustin hefst útilegutímabilið svokallaða á svæðinu og segja þær systur þá allt vera í boði: Útigrill, leiksvæði, matvöruverslanir og veitingastaðir. „Þvílíkt gaman og við höfum aldrei séð aðra eins aðstöðu og þessi útilegusvæði bjóða upp á. Veturinn hefst svo í nóvember og stendur fram í mars þar sem meðalhitinn er 19 gráður. Á því tímabili erum við orðin spennt að geta klætt okkur í síðbuxur og kveikt á arineldinum á kvöldin. Þá erum við fyrst að fá gott íslenskt sumarveður sem er kærkomin pása frá stuttbuxum og sandölum.“ Yngsta dóttir Söru fagnar hér afmæli sínu með fallegri veislu.aðsend Sara ítrekar þó að hvert tímabil sé yndislegt en viðurkennir þó að flutningarnir milli landa hafi reynt á í upphafi. Hugmyndin um að aðstoða Íslendinga í samskonar sporum hafi kviknað furðu fljótt og fundu þær sig stuttu síðar báðar innan sömu starfsgreinar en þær starfa í dag sem fasteignasalar innan bæjarins. „Það eru örfáir Íslendingar á þessu svæði og á þeim tíma sem við fluttum var erfitt að finna einhvern sem kunni á leigumarkaðinn. Ólíkt því sem þekkist á Alicante þar sem mikið er um Íslendinga. Við þurftum því að reiða algjörlega á okkur sjálfar. Tungumálaörðugleikar í byrjun Spánverjar eru margir hverjir ekki enskumælandi og því gat reynist erfitt að koma sínu á framfæri vegna tungumálaörðuleika. Okkur fannst vanta þjónustu á svæðinu sem gæti aðstoðað við pappírsvinnu, sérstaklega hvað varðandi spænska leigumarkaðinn. Sjálfar höfðum við gengið með þá hugmynd í kollinum að gera eitthvað því tengt og þegar við sáum auglýst eftir starfskrafti hjá fasteignasölunni Century 21 ákváðum við að slá til.“ Systurnar segjast vilja ryðja brautina fyrir Íslendinga í samskonar sporum.aðsend Systurnar sóttu báðar um starfið og voru ráðnar á staðnum. Þær segjast brenna fyrir að ryðja brautina fyrir aðra samlanda sína í svipaðri stöðu. „Það er svo mikið sem þarf að hafa í huga þegar kemur að flutningi á milli landa. Bara það eitt að fá nýja kennitölu, skrá lögheimili og börnin í skóla. Bara það að sækja um bankareikninga er flókið þar sem Spánn er mörgum árum á eftir hvað varðar tæknikunnáttu, nánast ekkert er rafrænt hér. Við látum okkur þó hafa það enda kostirnir fleiri sem tengjast landinu.“ Sara segist alltaf vakna með fiðrildi í maganum yfir því að vera lifa þennan draum.aðsend Húsnæði er dýrara á Suður-Spáni en annarstaðar á landinu en Sara segir matvöru, veitingastaði og afþreyingu almennt ódýrari en annarsstaðar. „Suður-Spánn er ódýrasti parturinn af Spáni þegar kemur að allri neyslu og þjónustu. Hitastigið hér er jafnara allt árið og því er þetta vinsælasti staðurinn á landinu til að eiga eða leigja húsnæði. Leiguverð hér á AIRBNB er til að mynda á svipuðu verði hér og á íslenskum markaði. Annars eigum við ósköp venjulegt líf hérna úti, vinna, skóli og tómstundir. Það yndislega við þetta er að þegar amstri dagsins er lokið eigum við alltaf frí saman. Úlfatíminn eins og hann kallast þekkist ekki hér. Við sjáum aldrei eftir ákvörðuninni um að flytja hingað út. Núna erum við að hefja þriðja árið okkar og enn með fiðrildi í maganum að búa í þessum draumi.“ Áhugasamir geta kynnt sér systurnar betur á Instagram síðunni Solestate sisters eða Facebook síðu - Facebook síðu. Ferðalög Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Okkur hafði báðum dreymt um að búa við strönd en grámyglan í lok veirunnar var það sem ýtti okkur áfram í að gera drauminn að veruleika. Við vorum báðar með lítil börn og upplifðum okkur fastar heima. Veðrið bauð ekki einu sinni upp á göngutúr,“ segir Sara og heldur áfram. „Erlu var efst í huga að flytja til Barcelona þar sem hún átti vini og hafði kynnt sér svæðið. Litli bærinn sem systurnar búa í er mjög friðsæll og lítið um ferðamenn.aðsend Fyrir mér var málið ögn snúnara því ég er með þrjú börn. Eftir að hafa gengið frá sölu á einbýlishúsinu mínu og þáverandi eignmanns fannst mér suður hluti Spánar kalla á mig meira en Barcelona. Ég hafði farið þangað í frí og eftir talsverða rannsókn á veraldarvefnum fann ég lítinn bæ rétt fyrir utan Marbella sem virtist mjög local, það er að segja lítið um ferðamenn. Börnin una sér vel í sólinni.aðsend Ég sannfærði systur mína um að bóka sér flug til að skoða staðsetninguna. Rétt eftir að hún lenti var ekki aftur snúið.“ Örfáum mánuðum síðar voru systurnar komnar með sitt hvora íbúðina en ekkert plan annað en það að halda áfram fjarnámi með börnin sín en á sólríkari stað. „Við tókum báðar gæludýrin okkar með, Erla með Husky hund og kött og ég sjálf með aldraða Chihuaha tík.“ Sara með börnin sín þrjú á ströndinni en þangað fara þau alla daga að skóla og vinnu lokinni.aðsend Nú eru tvö ár síðan systurnar flutt út og segja þær lífið á Spáni draumi líkast. „Við erum að upplifa allt önnur lífsgæði en þekkist á Íslandi,“ segir Erla og heldur áfram. „Útivera er til að mynda allan ársins hring. Það er mun auðveldara að vera foreldri hér úti í ljósi þess hversu mikið er um leikvelli og svo er strandlengjan í göngufæri við heimilið okkar. Hvert sem komið er er gert ráð fyrir börnum og hundum. Við höfum því fundið mikið frelsi að vera foreldrar hér. Menningin er líka ólík því sem tíðkast á Íslandi, fjölskyldur og vinir hittast meira úti og borða saman á ströndinni eða á veitingarstöðum. Útivistin er svo mikill partur af öllu og því eru húsnæðin smærri en við höfum vanist en veröndin er alltaf stór.“ Börnin ganga í almennan skóla til þess að aðlagast spænskri menningu sem best.aðsend Báðar tóku systurnar þá ákvörðun að setja börnin sín í almenna spænska skóla. Ekki aðeins vegna verðlagsins heldur vildu þær kenna þeim að aðlagast spænskri menningu. „Fyrsta önnin reyndist krökkunum mjög erfið en með hverjum deginum sem leið varð allt betra. Í dag eru allir altalandi á spænsku og eiga sína vini í skólanum. Þau stunda sínar íþróttir hér og geta ekki hugsað sér að fara aftur í íslenskan skóla.“ Krakkarnir geta ekki hugsað sér að fara aftur í íslenska skóla.aðsend Sara segir veðurfarið einn stærsta þátt í vellíðan þeirra. „Á Íslandi bíðum við eftir sumrinu tíu mánuði á ári. Svo kom slæmt sumar og þá varð biðin ennþá lengri. Hér á Spáni er alltaf gott veður og við erum alltaf spenntar fyrir hverri árstíð fyrir sig. Sumrin eru löng og þá er rúmlega 26 gráður alla daga. Á því tímabili höldum við okkur við vötn og skoðum nýjar strendur eða njótum þess að vera í sundlaugargörðum. Annars eru flestar fasteignir hér með sundlaugar í garðinum.“ Á Suður Spáni er alltaf gott veður og segjast systurnar hlakka til hverrar árstíðar fyrir sig.aðsend Með lækkandi hitatölum á haustin hefst útilegutímabilið svokallaða á svæðinu og segja þær systur þá allt vera í boði: Útigrill, leiksvæði, matvöruverslanir og veitingastaðir. „Þvílíkt gaman og við höfum aldrei séð aðra eins aðstöðu og þessi útilegusvæði bjóða upp á. Veturinn hefst svo í nóvember og stendur fram í mars þar sem meðalhitinn er 19 gráður. Á því tímabili erum við orðin spennt að geta klætt okkur í síðbuxur og kveikt á arineldinum á kvöldin. Þá erum við fyrst að fá gott íslenskt sumarveður sem er kærkomin pása frá stuttbuxum og sandölum.“ Yngsta dóttir Söru fagnar hér afmæli sínu með fallegri veislu.aðsend Sara ítrekar þó að hvert tímabil sé yndislegt en viðurkennir þó að flutningarnir milli landa hafi reynt á í upphafi. Hugmyndin um að aðstoða Íslendinga í samskonar sporum hafi kviknað furðu fljótt og fundu þær sig stuttu síðar báðar innan sömu starfsgreinar en þær starfa í dag sem fasteignasalar innan bæjarins. „Það eru örfáir Íslendingar á þessu svæði og á þeim tíma sem við fluttum var erfitt að finna einhvern sem kunni á leigumarkaðinn. Ólíkt því sem þekkist á Alicante þar sem mikið er um Íslendinga. Við þurftum því að reiða algjörlega á okkur sjálfar. Tungumálaörðugleikar í byrjun Spánverjar eru margir hverjir ekki enskumælandi og því gat reynist erfitt að koma sínu á framfæri vegna tungumálaörðuleika. Okkur fannst vanta þjónustu á svæðinu sem gæti aðstoðað við pappírsvinnu, sérstaklega hvað varðandi spænska leigumarkaðinn. Sjálfar höfðum við gengið með þá hugmynd í kollinum að gera eitthvað því tengt og þegar við sáum auglýst eftir starfskrafti hjá fasteignasölunni Century 21 ákváðum við að slá til.“ Systurnar segjast vilja ryðja brautina fyrir Íslendinga í samskonar sporum.aðsend Systurnar sóttu báðar um starfið og voru ráðnar á staðnum. Þær segjast brenna fyrir að ryðja brautina fyrir aðra samlanda sína í svipaðri stöðu. „Það er svo mikið sem þarf að hafa í huga þegar kemur að flutningi á milli landa. Bara það eitt að fá nýja kennitölu, skrá lögheimili og börnin í skóla. Bara það að sækja um bankareikninga er flókið þar sem Spánn er mörgum árum á eftir hvað varðar tæknikunnáttu, nánast ekkert er rafrænt hér. Við látum okkur þó hafa það enda kostirnir fleiri sem tengjast landinu.“ Sara segist alltaf vakna með fiðrildi í maganum yfir því að vera lifa þennan draum.aðsend Húsnæði er dýrara á Suður-Spáni en annarstaðar á landinu en Sara segir matvöru, veitingastaði og afþreyingu almennt ódýrari en annarsstaðar. „Suður-Spánn er ódýrasti parturinn af Spáni þegar kemur að allri neyslu og þjónustu. Hitastigið hér er jafnara allt árið og því er þetta vinsælasti staðurinn á landinu til að eiga eða leigja húsnæði. Leiguverð hér á AIRBNB er til að mynda á svipuðu verði hér og á íslenskum markaði. Annars eigum við ósköp venjulegt líf hérna úti, vinna, skóli og tómstundir. Það yndislega við þetta er að þegar amstri dagsins er lokið eigum við alltaf frí saman. Úlfatíminn eins og hann kallast þekkist ekki hér. Við sjáum aldrei eftir ákvörðuninni um að flytja hingað út. Núna erum við að hefja þriðja árið okkar og enn með fiðrildi í maganum að búa í þessum draumi.“ Áhugasamir geta kynnt sér systurnar betur á Instagram síðunni Solestate sisters eða Facebook síðu - Facebook síðu.
Ferðalög Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira