Hvenær á að sækja um hjá Tryggingastofnun? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 08:30 Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt. En hversu aðgengilegt þarf gott kerfi að vera? Þurfa notendur þess að skilja það? Ef sérstökum heimildum innan kerfisins er ætlað að koma til móts við fólk í tilteknum aðstæðum, verða viðkomandi látin vita af þeim möguleikum eða má ætlast til þess að þau kveiki sjálf á perunni? Flækjustigið Þótt margar jákvæðar og gagnlegar breytingar hafi verið gerðar á greiðslum ellilífeyris Tryggingastofnunar (TR) undanfarin ár er kerfið því miður enn of flókið og ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir því að öll þau sem nálgist lífeyrisaldur geti hjálparlaust tekið upplýstar ákvarðanir um það sem hentar þeim og kemur til með að hafa áhrif á fjárhag þeirra ævilangt. Vissulega var kerfið einfaldað til muna fyrir nokkrum árum en flækjustig þess einskorðast ekki aðeins við reglurnar eins og þær standa í dag. Eilífar breytingar Eðlilega sýnist sitt hverjum um hvernig haga skuli greiðslum og reglum og því breytast þær mjög oft. Breytingunum er að sjálfsögðu ætlað að bæta kerfið en þær auka þó enn við flækjustigið því almenn umræða um greiðslur og skerðingar TR byggir oft á því sem þegar er búið að breyta. Sem dæmi um slíkt má nefna breyttar fjárhæðir greiðslna um áramót og aftur 1. júlí síðastliðinn, umfangsmikla breytingu á tengslum séreignarsparnaðar og greiðslna TR og breyttar heimildir til töku hálfs lífeyris. Þessar sífelldu breytingar verða því miður til þess að kerfið verður ekki eins aðgengilegt og það ætti sennilega að vera og þegar kemur að því að taka mikilvægar ákvarðanir er skiljanlegt að margir eigi erfitt með að átta sig. Hvenær er best að sækja um? Í störfum mínum við ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok ber mikið á spurningum um Tryggingastofnun. Meðal þeirra algengustu er hvænær heppilegast sé að sækja um greiðslur þaðan. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að alhæfa í þeim efnum og svarið fer eftir aðstæðum þeirra sem í hlut eiga. Nú er heimilt er að sækja um töku ellilífeyris TR frá 65 ára aldri til áttræðs, en ekki er langt síðan tímabilið var frá 67 til 72 ára. Þær fjárhæðir sem yfirleitt er rætt um í tengslum við stofnunina, svo sem á námskeiðum um lífeyrismál, miða við að sótt sé um við 67 ára aldur. Sé fólk hins vegar yngra þegar gengið er frá umsókn er gert ráð fyrir að greiða þurfi viðkomandi lengur en ella og því lækka mánaðarlegar greiðslur ævilangt. Sé umsókn frestað fram yfir 67 ára aldur aukast mánaðarlegar greiðslur. Hversu mikið greiðslurnar hækka eða lækka hefur auk þess tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum, rétt eins og svo margt annað. Fyrir nokkru var frítekjumark atvinnutekna vegna ellilífeyris TR tvöfaldað og nemur nú 200.000 krónum á mánuði eða 2,4 milljónum króna á ári. Það er því augljóslega ekki gert ráð fyrir því að fólk í fullri vinnu sæki um greiðslur og því er oft talað um að vissara sé að geyma umsókn þar til eftir að farið sé á eftirlaun. Ákvörðun um töku hálfs lífeyris, sem ég hef áður ritað um, getur haft talsverð áhrif á tímasetningu umsóknar, en sjaldan hentar taka fulls lífeyris hjá TR samtímis fullri atvinnu. Ekki sækja um of snemma Sem dæmi um hvaða áhrif það getur haft að fresta töku lífeyris má nefna að eftir hækkun greiðslna TR nú um síðustu mánaðamót falla þær niður þegar tekjur einstaklings sem sótti um 67 ára eru komnar yfir um 725.000 kr. á mánuði umfram 200.000 kr. frítekjumark atvinnutekna. Aðili með tekjur yfir þeim mörkum, sem ætlar að vinna til sjötugs, fær því engar greiðslur frá TR sæki hann um 67 ára. Þegar hann loks hættir störfum þremur árum síðar fær hann sömu greiðslur og aðrir sem sóttu um 67 ára. Hafi hann hins vegar frestað umsókninni þar til hann hættir sjötugur verða greiðslurnar 20% hærri en ella. Það borgar sig því ekki að sækja um of snemma. Flókið kerfi en mikilvægt að vanda til verka Umtalsverðir fjármunir eru í húfi og því er mikilvægt að nálgast lífeyrismálin faglega og gefa sér tíma í undirbúninginn. Þetta á ekki síst við þegar ákveða á hvenær sækja skuli um greiðslur frá TR. Þar að auki bendir ekkert til annars en að áfram verði gerðar tíðar breytingar á reglum og greiðslum stofnunarinnar og því er nauðsynlegt að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir svo taka megi ákvörðun sem skilar sem bestri útkomu. Höfundur er fjármálaráðgjafi og fyrirlesari og veitir ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok. Nánar á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Tryggingar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt. En hversu aðgengilegt þarf gott kerfi að vera? Þurfa notendur þess að skilja það? Ef sérstökum heimildum innan kerfisins er ætlað að koma til móts við fólk í tilteknum aðstæðum, verða viðkomandi látin vita af þeim möguleikum eða má ætlast til þess að þau kveiki sjálf á perunni? Flækjustigið Þótt margar jákvæðar og gagnlegar breytingar hafi verið gerðar á greiðslum ellilífeyris Tryggingastofnunar (TR) undanfarin ár er kerfið því miður enn of flókið og ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir því að öll þau sem nálgist lífeyrisaldur geti hjálparlaust tekið upplýstar ákvarðanir um það sem hentar þeim og kemur til með að hafa áhrif á fjárhag þeirra ævilangt. Vissulega var kerfið einfaldað til muna fyrir nokkrum árum en flækjustig þess einskorðast ekki aðeins við reglurnar eins og þær standa í dag. Eilífar breytingar Eðlilega sýnist sitt hverjum um hvernig haga skuli greiðslum og reglum og því breytast þær mjög oft. Breytingunum er að sjálfsögðu ætlað að bæta kerfið en þær auka þó enn við flækjustigið því almenn umræða um greiðslur og skerðingar TR byggir oft á því sem þegar er búið að breyta. Sem dæmi um slíkt má nefna breyttar fjárhæðir greiðslna um áramót og aftur 1. júlí síðastliðinn, umfangsmikla breytingu á tengslum séreignarsparnaðar og greiðslna TR og breyttar heimildir til töku hálfs lífeyris. Þessar sífelldu breytingar verða því miður til þess að kerfið verður ekki eins aðgengilegt og það ætti sennilega að vera og þegar kemur að því að taka mikilvægar ákvarðanir er skiljanlegt að margir eigi erfitt með að átta sig. Hvenær er best að sækja um? Í störfum mínum við ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok ber mikið á spurningum um Tryggingastofnun. Meðal þeirra algengustu er hvænær heppilegast sé að sækja um greiðslur þaðan. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að alhæfa í þeim efnum og svarið fer eftir aðstæðum þeirra sem í hlut eiga. Nú er heimilt er að sækja um töku ellilífeyris TR frá 65 ára aldri til áttræðs, en ekki er langt síðan tímabilið var frá 67 til 72 ára. Þær fjárhæðir sem yfirleitt er rætt um í tengslum við stofnunina, svo sem á námskeiðum um lífeyrismál, miða við að sótt sé um við 67 ára aldur. Sé fólk hins vegar yngra þegar gengið er frá umsókn er gert ráð fyrir að greiða þurfi viðkomandi lengur en ella og því lækka mánaðarlegar greiðslur ævilangt. Sé umsókn frestað fram yfir 67 ára aldur aukast mánaðarlegar greiðslur. Hversu mikið greiðslurnar hækka eða lækka hefur auk þess tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum, rétt eins og svo margt annað. Fyrir nokkru var frítekjumark atvinnutekna vegna ellilífeyris TR tvöfaldað og nemur nú 200.000 krónum á mánuði eða 2,4 milljónum króna á ári. Það er því augljóslega ekki gert ráð fyrir því að fólk í fullri vinnu sæki um greiðslur og því er oft talað um að vissara sé að geyma umsókn þar til eftir að farið sé á eftirlaun. Ákvörðun um töku hálfs lífeyris, sem ég hef áður ritað um, getur haft talsverð áhrif á tímasetningu umsóknar, en sjaldan hentar taka fulls lífeyris hjá TR samtímis fullri atvinnu. Ekki sækja um of snemma Sem dæmi um hvaða áhrif það getur haft að fresta töku lífeyris má nefna að eftir hækkun greiðslna TR nú um síðustu mánaðamót falla þær niður þegar tekjur einstaklings sem sótti um 67 ára eru komnar yfir um 725.000 kr. á mánuði umfram 200.000 kr. frítekjumark atvinnutekna. Aðili með tekjur yfir þeim mörkum, sem ætlar að vinna til sjötugs, fær því engar greiðslur frá TR sæki hann um 67 ára. Þegar hann loks hættir störfum þremur árum síðar fær hann sömu greiðslur og aðrir sem sóttu um 67 ára. Hafi hann hins vegar frestað umsókninni þar til hann hættir sjötugur verða greiðslurnar 20% hærri en ella. Það borgar sig því ekki að sækja um of snemma. Flókið kerfi en mikilvægt að vanda til verka Umtalsverðir fjármunir eru í húfi og því er mikilvægt að nálgast lífeyrismálin faglega og gefa sér tíma í undirbúninginn. Þetta á ekki síst við þegar ákveða á hvenær sækja skuli um greiðslur frá TR. Þar að auki bendir ekkert til annars en að áfram verði gerðar tíðar breytingar á reglum og greiðslum stofnunarinnar og því er nauðsynlegt að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir svo taka megi ákvörðun sem skilar sem bestri útkomu. Höfundur er fjármálaráðgjafi og fyrirlesari og veitir ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok. Nánar á bjornberg.is.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar