Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 22. nóvember 2024 20:32 Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Jóhann Frímann Arinbjarnarson Sjávarútvegur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar